peoplepill id: tomas-eiriksson
TE
3 views today
3 views this week
Tómas Eiríksson

Tómas Eiríksson

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death
The details (from wikipedia)

Biography

Tómas Eiríksson (d. 1587) var íslenskur prestur og síðar ábóti í Munkaþverárklaustri frá 1546 og var hann síðasti ábóti klaustursins, lét af embætti 1551 við siðaskiptin.

Tómas kann að hafa verið sonur Eiríks Einarssonar, prests á Grenjaðarstað, sem vildi verða ábóti í Munkaþverárklaustri 1487 en fékk ekki vegna barneignar; þar hefur þó vart verið um Tómas að ræða því þá hefði hann orðið 100 ára, en raunar er víst að hann hefur orðið fjörgamall því hann var orðinn kirkjuprestur á Hólum 1520. Hann var Hólaráðsmaður 1526 en um 1530 varð hann prestur á Mælifelli og gegndi því embætti til 1546, þegar hann varð ábóti í Munkaþverárklaustri.

Árið 1551 sór hann ásamt öðrum Danakonungi hollustueið á Oddeyri og þar með lauk ábótadæmi hans. Hann varð síðar prestur og var líklega eini ábótinn sem þjónaði sem lútherskur prestur eftir siðaskipti. Klausturlifnaður hefur lagst niður í Munkaþverárklaustri 1551 þótt einhverjir munkar hafi sjálfsagt dvalið þar áfram. Ormur Sturluson lögmaður fékk klaustrið og eignir þess að léni en það átti meðal annars 57 jarðir.

Fylgikona Tómasar var Þóra Ólafsdóttir, sem var dóttir Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar, sem ól Þóru upp sem dóttur sína. Þau áttu fjögur börn saman og er frá þeim mikil ætt.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Tómas Eiríksson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Tómas Eiríksson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes