peoplepill id: thorleifur-arnason
ÞÁ
1 views today
1 views this week
Þorleifur Árnason

Þorleifur Árnason

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Thorleifur Árnason
Gender
Male
Death
The details (from wikipedia)

Biography

Þorleifur Árnason (um 1370 – 1433) var íslenskur sýslumaður og höfðingi á 14. og 15. öld og bjó á Grenjaðarstað í Aðaldal, á Auðbrekku í Hörgárdal, í Glaumbæ í Skagafirði og í Vatnsfirði.

Faðir Þorleifs var Árni Einarsson (um 1340 – 1404), bóndi á Auðbrekku og síðar staðarhaldari á Grenjaðarstað, en alls óvíst er hver var kona hans og móðir Þorleifs þótt þess hafi verið getið til að það kunni að hafa verið Guðný Hákonardóttir frá Víðidalstungu en óvíst er hvort sú kona var yfirleitt til. Hún hefur þá verið systir Jóns Hákonarsonar í Víðidalstungu. Svo mikið er víst að Þorleifur keypti hálfa Víðidalstungu af Guðnýju dóttur Jóns skömmu fyrir 1416 og eignaðist síðar alla jörðina, sem afkomendur hans áttu síðan um langan aldur. Líklega hefur Flateyjarbók, sem Jón Hákonarson hafði látið skrifa, fylgt með í kaupunum því afkomendur Þorleifs áttu hana seinna, allt til 1647.

Þorleifur var um tíma staðarhaldari á Grenjaðarstað eins og faðir hans hafði verið og bjó þá þar en árið 1405 giftist hann Vatnsfjarðar-Kristínu Björnsdóttur, sem hafði misst fyrri mann sinn, Jón Guttormsson, í Svarta dauða, og bjuggu þau fyrst í Auðbrekku en síðar í Glaumbæ í Skagafirði og var Þorleifur orðinn sýslumaður í Hegranesþingi fyrir 1415. Þau hjónin voru stórauðug og áttu miklar jarðeignir víða um land. Þorleifur var líka einn helsti höfðingi landsins og var kjörinn af Alþingi til að fara á konungsfund og ganga erinda þingsins, líklega um 1420. Það ár segir Nýi annáll: „Sigldi héðan Þorleifur Árnason og slóst við enska í hafi; tók hann Noreg með heilbrigðu.“

Þau hjónin bjuggu seinast á föðurleifð Kristínar, Vatnsfirði, og mun Þorleifur þá hafa haft sýslur á Vestfjörðum. Hann dó 1433 en Kristín bjó áfram í Vatnsfirði til hárrar elli.

Synir þeirra Kristínar og Þorleifs voru Einar hirðstjóri í Vatnsfirði, Björn ríki hirðstjóri á Skarði, maður Ólafar ríku Loftsdóttur, og Árni, sem giftist Soffíu Loftsdóttur. Dæturnar voru Helga eldri, kona Guðmundar Arasonar ríka á Reykhólum, Solveig húsfreyja í Víðidalstungu og á Breiðabólstað, kona Orms Loftssonar, Helga yngri húsfreyja í Garpsdal, kona Skúla Loftssonar, og Guðný í Auðbrekku, kona Eiríks slógnefs Loftssonar.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Þorleifur Árnason is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Þorleifur Árnason
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes