peoplepill id: thora-thorbergsdottir
ÞÞ
2 views today
2 views this week
Þóra Þorbergsdóttir

Þóra Þorbergsdóttir

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Thóra Thorbergsdóttir
Gender
Female
Birth
The details (from wikipedia)

Biography

Þóra Þorbergsdóttir (1025 – eftir 1067) var norsk hefðarkona og eiginkona Haraldar konungs harðráða Noregskonungs en vafasemt er hvort skuli telja hana drottningu þar sem Haraldur var þegar kvæntur annarri konu, Ellisif drottningu, þegar hann gekk að eiga Þóru. Hún varð þó seinna drottning Danmerkur.

Þóra var dóttir Þorbergs Árnasonar, höfðingja á Giska, og konu hans Ragnhildar Erlingsdóttur, sem var dóttir Erlings Skjálgssonar og bróðurdóttir höfðingjanna Finns og Kálfs Árnasona. Haraldur giftist Þóru árið 1048, ári eftir að hann varð einn konungur í Noregi, líklega til að styrkja stöðu sina og efla tengslin við eina voldugustu ætt landsins. Ekki er að sjá af heimildum að neinar athugasemdir hafi verið gerðar við lögmæti hjónabandsins þrátt fyrir tvíkvæni konungsins.

Synir Þóru og Haraldar voru konungarnir Ólafur kyrri og Magnús Haraldsson. Eftir að Haraldur konungur féll í orrustunni við Stafnfurðubryggju 1066 giftist Þóra Sveini Ástríðarsyni Danakonungi og varð þriðja kona hans. Þau áttu soninn Knút Magnús, sem dó ungur.

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Tora Torbergsdatter“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. september 2010.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Þóra Þorbergsdóttir is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Þóra Þorbergsdóttir
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes