peoplepill id: stefan-jonsson-4
SJ
2 views today
2 views this week
Stefán Jónsson

Stefán Jónsson

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Stefán Jónsson (d. 16. október 1518) var biskup í Skálholti frá 1491 og hélt þar skóla.

Stefán var sonur Jóns Egilssonar, bryta í Skálholti, og varð prestur 1472. Hann var menntaður erlendis, meðal annars í Frakklandi. Árið 1482 var hann kominn heim og varð hægri hönd Magnúsar biskups Eyjólfssonar í Skálholti og varð svo biskup eftir lát hans. Hann tók til hendinni á biskupsstólnum, enda ekki vanþörf á þar sem fyrirrennarar hans tveir höfðu verið litlir framkvæmdamenn en þar á undan höfðu erlendir biskupar haldið Skálholt um langa hríð og sumir þeirra komu aldrei til landsins eða höfðu skamma viðdvöl. Stefán lét meðal annars gera miklar umbætur á dómkirkjunni, sem orðin var nær tveggja alda gömul, og lét gera miklar girðingar og göngustíga í Skálholti og var því stundum kallaður grjótbiskup. Hann hafði líka hafskip í förum til að flytja varning Skálholtsstóls milli landa.

Um hann segir í Biskupasögum að hann hafi verið mikið ljúfmenni við alþýðu en harður við flysjunga og sakafólk og mikilmenni sem settu sig á móti honum. Honum lenti líka fljótt saman við höfðingja og þá fyrst við Orm Jónsson sýslumann í Klofa og Ingibjörgu Eiríksdóttur konu hans og fékk þau dæmd fyrir aðstoð við sakamann. Síðar deildi hann hart við Torfa Jónsson í Klofa, son Ingibjargar af fyrra hjónabandi, og var ástæðan sú sama, Torfi tók að sér menn sem biskup átti sökótt við og hélt þá í forboði hans svo að engum refsingum varð yfir þá komið, auk þess sem þeim biskupi bar á milli um tíundargreiðslur og fleira. Deilurnar voru harðar og er sagt að Torfi hafi oftar en einu sinni reynt að fara að biskupi og taka hann höndum en ekki haft erindi sem erfiði.

Stefán átti líka í miklum deilum um eignir og völd við Björn Guðnason í Ögri, mág Torfa, og er sagt að hann hafi komið með 300 manna lið í Ögur sumarið 1517 en Torfi hafi haft jafnfjölmennt lið eða meira. Sættust þeir þá og dóu báðir ári síðar. Björn og Jón Sigmundsson lögmaður stóðu 1513 að Leiðarhólmssamþykkt, sem beint var gegn ofríki biskupanna, Stefáns og Gottskálks Nikulássonar.

Stefán biskup auðgaði Skálholtsstað og sjálfan sig verulega og lét eftir sig meðal annars 480 hesta, 360 stikur vaðmáls, 512 stikur af góðu klæði, 21 stykki af varningsklæði, 840 stikur lérefts og hálfa vætt silfurs.[1]

Ekki er víst hvort skólahald hafði verið í Skálholti í tíð fyrirrennara Stefáns en vitað er að hann hélt þar skóla, enda vel lærður og kenndi sjálfur. Hann stofnaði líka Skriðuklaustur. Hann þótti allt að því meinlætamaður í lífsháttum, át aldrei kjöt utan jóladag og páska og aldrei hvítan mat nema á sunnudögum, drakk aldrei öl svo að á honum sæist, reið aldrei hesti á skeið og var aldrei við konu kenndur.

„Hann var harður í refsingum við alla sakamenn, með innsetningum og hýðingum og öðrum harðindum, svo margir kjöru heldur dauða. Ekki þar um fleira,“ segir Jón Egilsson í Biskupaannálum.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Stefán Jónsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Stefán Jónsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes