peoplepill id: solveig-bjoernsdottir
SB
2 views today
1 views this week
Solveig Björnsdóttir

Solveig Björnsdóttir

The basics

Quick Facts

Gender
Female
Birth
Death
Age
45 years
The details (from wikipedia)

Biography

Solveig Björnsdóttir (um 1450 – 1495) var íslensk hefðarkona á 15. öld. Hún var af ætt Skarðverja, dóttir Ólafar ríku Loftsdóttur og Björns Þorleifssonar hirðstjóra.

Solveig ólst upp hjá foreldrum sínum á Skarði á Skarðsströnd en bjó í mörg ár á Hóli í Bolungarvík með Jóni Þorlákssyni og var hann kallaður ráðsmaður hennar. Þau máttu ekki giftast en áttu ein sex börn saman. Jón var mikilvirkur skrifari, talinn hinn besti á Vesturlandi, og er sögð sú saga að þegar hann dó stirðnuðu ekki þrír fingur á hægri hendi, þeir sem hann hafði notað til að halda um pennann. Var þá pennastöng látin milli fingranna og skrifuðu fingurnir þá: „Gratia plena, Dominus tecum.“

Eftir lát Jóns giftist Solveig Páli Jónssyni lögmanni og var hún síðari kona hans. Þau bjuggu á Skarði og eignuðust tvo syni en annar dó ungur. Þau voru fjórmenningar og þurftu því páfaleyfi til að mega giftast. Magnús Eyjólfsson Skálholtsbiskup vildi þó ekki viðurkenna að hjónaband þeirra væri gilt og eftir að Solveig dó 1495 og Páll var drepinn ári síðar upphófust miklar deilur um hvort synir þeirra skyldu teljast skilgetnir og arfgengir. Áður höfðu orðið deilur um erfðarétt barna Þorleifs bróður Solveigar því að Þorleifur og kona hans voru einnig fjórmenningar en höfðu fengið páfaleyfi til giftingar. Á endanum fór þó svo að Þorleifur Pálsson, sonur Solveigar og Páls, erfði Skarðseignir.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Solveig Björnsdóttir is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Solveig Björnsdóttir
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes