peoplepill id: snorri
S
1 views today
1 views this week
The basics

Quick Facts

Gender
Male
The details (from wikipedia)

Biography

Snorri príor var íslenskur munkur sem var príor í Möðruvallaklaustri frá því um 1380 og tók við af Erlendi Halldórssyni, sem lést 1378 eða 1379. Ekki er víst hve lengi hann var príor; hann kann að hafa dáið í Svarta dauða en gæti líka hafa lifað lengur.

Snorra er fyrst getið í bréfi sem skrifað var á Möðruvöllum 23. mars 1380 og var hann þá orðinn príor. Á príorstíð hans bar það til, árið 1394, að danskur sveinn Péturs Nikulássonar Hólabiskups sem var í vísitasíuferð í klaustrinu vó þar annan biskupssvein.

Fáar heimildir eru annars um klaustrið og íbúa þess frá síðustu áratugum 14. aldar og fyrstu áratugum þeirra 15. Líklega hefur klaustrið nær eyðst í Svarta dauða, hvort sem Snorri príor hefur dáið þá eða ekki, og klausturlifnaður lagst niður að mestu. Þó er vitað að kirkjan á Möðruvöllum brann árið 1421.

Árið 1430 fékk séra Jón Bjarnason Möðruvelli að léni til þriggja ára hjá Jóni Vilhjálmssyni Craxton Hólabiskupi og átti hann meðal annars að fæða og klæða prest og djákna og tvo munka. Sennilega hafa þá ekki verið fleiri munkar í klaustrinu og enginn príor. Á bréfinu má einnig sjá að séra Jón Pálsson Maríuskáld hefur annaðhvort verið ráðsmaður á Möðruvöllum eða haft klaustrið að léni á undan Jóni Bjarnasyni. Nokkrum árum síðar var klausturlifnaður þó efldur og Sigurður Jónsson gerður að príor.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Snorri is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Snorri
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes