Sigurjón Magnús Egilsson
Quick Facts
Biography
Sigurjón Magnús Egilsson (f. 17. janúar 1954) er íslenskur fjölmiðlamaður. Sigurjón starfaði á Dagblaðinu Vísi en hélt þaðan yfir á Fréttablaðið þegar það hóf störf árið 2001 og starfaði þar sem fréttaritstjóri.
Um mitt ár 2006 tók hann svo við ritstjórn Blaðsins sem Ár og dagur gaf út en síðar Árvakur uns það var lagt niður og sameinað Morgunblaðinu. Hann hætti þar í desember 2006 og var ráðinn ritstjóri DV.
Í byrjun árs 2008 gerðist Sigurjón ritstjóri tímaritsins Mannlífs. Sama ár tók hann að sér dagskrárgerð á Bylgjunni með þættinum Sprengisandur. Sigurjón var útnefndur Rannsóknarblaðamaður ársins 2007 og2008. Árið 2014 var hann aftur ráðinn fréttastjóri Fréttablaðsins hjá 365 miðla og auk þess stýra útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni.