peoplepill id: sigfus-sigfusson
SS
2 views today
2 views this week
Sigfús Sigfússon

Sigfús Sigfússon

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Sigfús Sigfússon (stundum nefndur Sigfús Sigfússon frá Eyvindará) (21. október 1855 – 6. ágúst 1935) var mikilvirkur þjóðsagnaritari og er þekktastur fyrir verk sitt: Íslenskar þjóðsögur og sagnir sem fyrst var gefið út í 16 bindum á árunum 1922 – 1959 og síðan í tíu bindum á árunum 1981 – 1991. Sigfús þótti mjög afkastamikill þjóðsagnasafnari á sínum tíma og barst hróður hans sem slíks víða.

Sigfús fæddist í Miðhúsum. Hann var sonur hjónanna Sigfúsar Oddssonar og Jóhönnu Þorsteinsdóttur frá Mjóanesi. Sigfús ólst hins vegar upp á Skeggjastöðum í Fellum en dvaldi tíðum á Eyvindará og kenndi sig jafnan við þann bæ. Sigfús lauk námi frá Möðruvallaskóla 1891 og starfaði síðan um hríð sem kennari á Héraði en fluttist síðan til Seyðisfjarðar þar sem hann bjó og starfaði lengst af ævi sinnar. Það einkenndi andlit hans að hann varð blindur á hægri auga og afmyndaðist augað í hvítt vagl eftir að hann varð nærri úti á Fjarðarheiði. Á efri árum flutti Sigfús til Reykjavíkur og síðustu æviárin dvaldi hann á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.

Minnisvarði um Sigfús stendur í landi Miðhúsa, á hæð skammt frá vegamótum Eiða- og Seyðisfjarðarvegar. Hann var afhjúpaður 6. ágúst 1985, en þá voru 50 ár frá andláti Sigfúsar.

Tenglar

  Þessi æviágripsgreiner stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Sigfús Sigfússon is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Sigfús Sigfússon
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes