peoplepill id: runolfur-jonsson
RJ
2 views today
8 views this week
Runólfur Jónsson

Runólfur Jónsson

The basics

Quick Facts

Work field
Gender
Male
Birth
Death
Age
35 years
The details (from wikipedia)

Biography

Runólfur Jónsson (um 1619 – 1654) var skólameistari á Hólum og í Danmörku, fornfræðingur og fékk meistaranafnbót fyrir lærdóm sinn.

Runólfur var fæddur á Skeggjastöðum á Langanesströnd, sonur séra Jóns Runólfssonar prests þar og síðar á Svalbarði í Þistilfirði og Munkaþverá, sem dó 1682 og var þá sagður 102 ára gamall, og miðkonu hans Sigríðar Einarsdóttur, Nikulássonar klausturhaldara á Munkaþverá.

Runólfur þótti mikill gáfumaður. Hann lærði í Hólaskóla, var um tíma við nám í Kaupmannahöfn en kom svo heim og var skólameistari á Hólum frá 1643 til 1649. Á meðan hann var þar er hann sagður hafa mælt hnattstöðu Hóla. Þegar hann lét af embætti fór hann til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þar lagði hann stund á fornfræði, skrifaði á latínu rit málfræðilegs eðlis, meðal annars fyrstu íslensku málmyndalýsinguna, og vann að latnesk-íslenskri orðabók. Runólfur var sæmdur meistaranafnbót 1650 fyrir lærdóm sinn. Sagt var að hann stefndi á að verða biskup á Hólum á eftir Þorláki Skúlasyni.

Hann varð skólameistari í Christiansstad á Skáni en dó þar 1654 úr skæðri pest sem gekk þá um Danmörku og lagði meðal annars nokkra íslenska námsmenn að velli. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Runólfur Jónsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Runólfur Jónsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes