peoplepill id: olafur-olafsson-laerdi-karl
ÓÓLK
4 views today
4 views this week
Ólafur Ólafsson lærði karl

Ólafur Ólafsson lærði karl

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Ólafur Ólafsson lærdi karl
Gender
Male
The details (from wikipedia)

Biography

Ólafur Ólafsson (d. 29. nóvember 1666 í Viðvík í Skagafirði), sem kallaður var lærði karl, var skólameistari á Hólum og síðar prestur í Grímstungu í Vatnsdal en missti prestsskap 1638.

Ólafur var sonur Ólafs Þorkelssonar bónda í Krossnesi í Kræklingahlíð og konu hans Þuríðar Eiríksdóttur. Hann var fóstraður af Guðbrandi Þorlákssyni biskupi, sem setti hann í Hólaskóla og sendi hann síðan til náms í Kaupmannahöfn í því skyni að hann tæki svo að sér skólameistaraembættið á Hólum. Tveir bræður Ólafs stunduðu einnig nám við Hafnarháskóla en létust báðir erlendis. Ólafur innritaðist í háskólann 1605 og virðist hafa staðið sig þokkalega þar, að minnsta kosti fékk kann góðan vitnisburð kennara. Hann kom svo heim og mun hafa tekið við embætti skólameistara 1611.

Það orð komst þó fljótt á að skólameistarinn væri fákunnandi og á engan hátt fær um að stýra skólanum. Var það meðal annars tekið sem dæmi að hann hefði kennt skólapiltum að stigbreyta latneska orðið parvus rangt og orti Þorlákur Skúlason, sem þá var heyrari við skólann, vísu um þetta þar sem meðal annars var vikið að lágum vexti skólameistarans, en Ólafur var nær dvergur á vöxt.

Vegna sögusagna sem bárust til Kaupmannahafnar um vankunnáttu skólameistarans og að Guðbrandur biskup drægi kaup hans undir sig var nýskipuðum höfuðsmanni, Frederik Friis, falið að rannsaka málið. Hann kom til landsins 1619 en veiktist á leiðinni og dó þremur dögum eftir komuna. Hann hafði þó áður sett mann til að reka málið fyrir sig og var Guðbrandi stefnt til Alþingis. Hann kom þangað ásamt Ólafi skólameistara, sem bar vitni um að hann hefði fullt skólameistarakaup og sýndi jafnframt vitnisburð frá Kaupmannahafnarháskóla um kunnáttu sína og bauðst til að svara hverjum þeim sem þreyta vildi lærdóm við hann. Enginn gaf sig fram og varð ekki meira úr málinu. En sannleikurinn um kaupgjaldið mun hafa verið sá að Guðbrandur hafði kostað Ólaf til náms en skólameistarakaupið var svo látið ganga upp í námskostnaðinn.

Það varð þó úr að Ólafur hrökklaðist frá skólanum en Þorlákur Skúlason, dóttursonur biskups, tók við. Ólafur varð prestur í Grímstungu í Vatnsdal en missti embættið árið 1638, sumar heimildir segja vegna barneignar en aðrar að það hafi verið vegna þess að han kærði séra Jón Pálsson á Ríp fyrir að hafa borið sér blóð í kaleiknum í kvöldmáltíðarsakramentinu. Séra Jón sagði að Ólafur hefði spýtt sjálfur blóði í kaleikinn en fyrir það sór Ólafur með tylftareið. En fyrir þetta er sagt að Þorlákur Skúlason, sem þá var orðinn biskup, hafi sett þá báða af.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Ólafur Ólafsson lærði karl is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Ólafur Ólafsson lærði karl
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes