Niels Kier
Quick Facts
Biography
Niels Jensson Kier (d. 11. október 1730) var Dani sem var sýslumaður, varalögmaður og lögmaður á Íslandi á 18. öld og bjó á Nesi við Seltjörn.
Niels Kier var að eigin sögn borgarstjórasonur frá Svendborg á Fjóni. Hann kom hingað með kaupmönnum og var innanbúðarmaður í Hólminum (Reykjavík) fyrst í stað. Síðar giftist hann dóttur Jóns Eyjólfssonar (1642 - 3. ágúst 1716), sútara, sýslumanns á Seltjarnarnesi og varalögmanns frá 1707. Árið 1703 fékk hann konungsbréf um að hann skyldi fá sýsluna eftir tengdaföður sinn. Árið 1706 var hann umboðsmaður Páls Beyer landfógeta og árið 1713 var hann settur til að vera landskrifari á Alþingi. Árið 1717 varð hann svo varalögmaður eftir tengdaföður sinn og fékk jafnframt loforð um að taka við lögmannsembættinu sunnan og austan þegar Páll Vídalín félli frá.
Niels Kier fékk Kjósarsýslu 1704 og Gullbringusýslu 1710 og hélt báðum til dauðadags; hann var líka sýslumaður í Árnessýslu um tíma. Páll Vídalín dó á Alþingi 1727 og gegndi Kier lögmannsstörfum á því þingi og tók svo við. Hann dó haustið 1730 og var þá skuldum vafinn. Jens Spendrup, sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, gegndi lögmannsstarfinu á Alþingi sumarið eftir en varð þó ekki lögmaður, heldur tók Magnús Gíslason við embættinu 1732.
Heimildir
- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
Lögmaður sunnan og austan | |
Lögmaður sunnan og austan | |
(1728 – 1730) | |
(1728 – 1730) |