peoplepill id: magnus-arason
MA
2 views today
3 views this week
Magnús Arason

Magnús Arason

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Magnús Arason (1599 – 14. nóvember 1635) var íslenskur sýslumaður á 17. öld. Hann bjó á Reykhólum og hafði sýsluvöld í Barðastrandarsýslu frá 1633.

Magnús var elsti sonur Ara Magnússonar í Ögri og konu hans Kristínar Guðbrandsdóttur, Þorlákssonar biskups. Magnús ólst upp í Ögri hjá foreldrum sínum og var með föður sínum þegar hann fór að baskneskum skipbrotsmönnum við Ísafjarðardjúp 1615. Hann átti sjálfur töluverðan þátt í Spánverjavígunum því að hann hafði byssu og felldi Spánverjana einn af öðrum með skotum.

Magnús fór til náms í Hamborg en kom svo heim, kvæntist ungur og bjó á Reykhólum. Hann var umboðsmaður föður síns í Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu 1629-1630 en varð sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1633 og hélt til dauðadags.

Kona hans var Þórunn ríka Jónsdóttir (1594 – 17. október 1673). Hún hafði áður verið gift Sigurði, syni Odds Einarssonar biskups, en hann dó 1617. Dóttir þeirra, Hólmfríður, giftist síðar Jóni Arasyni presti í Vatnsfirði, bróður stjúpa síns. Á meðal barna Magnúsar og Þórunnar voru þeir Jón sýslumaður á Reykhólum og Sigurður sýslumaður á Skútustöðum, faðir Magnúar í Bræðratungu.

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Magnús Arason is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Magnús Arason
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes