peoplepill id: knud-stensen
KS
3 views today
4 views this week
The basics

Quick Facts

Gender
Male
The details (from wikipedia)

Biography

Knud Stensen eða Knútur Steinsson var danskur maður sem var hirðstjóri á Íslandi um miðja 16. öld.

Hann varð hirðstjóri og kóngsins befalingsmaður yfir allt Ísland, eins og það er orðað í dómi Odds Gottskálkssonar lögmanns, sumarið 1554 og tók við embættinu af Poul Huitfeldt. Hann fór utan um haustið en kom aftur næsta vor og kallaði þá biskupana báða, Ólaf Hjaltason og Martein Einarsson, og lögmennina Odd Gottskálksson og Eggert Hannesson, ásamt fleiri fyrirmönnum, til sín á Bessastaði til að fá svör við ýmsum spurningum konungs um landshagi, klaustureignir, kirkjur og fleira.

Hann kom svo á hverju sumri næstu árin. Síðasta sumar hans í embætti, 1559, var hann sendur til Íslands af Friðriki konungi 2., sem þá hafði tekið við eftir lát Kristjáns 3., til að taka hollustueiða af landsmönnum. Hann lét svo af embætti en Páll Stígsson, sem líklega var fógeti alla hirðstjóratíð Knuds, tók við.

Heimildir


Hirðstjóri
Hirðstjóri
(15541559)
(15541559)


The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Knud Stensen is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Knud Stensen
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes