peoplepill id: johan-bockholt
JB
Denmark
5 views today
5 views this week
Johan Bockholt
Danish civil servant

Johan Bockholt

The basics

Quick Facts

Intro
Danish civil servant
Places
Work field
Gender
Male
Death
Place of death
Bessastaðir, Garðabær, Capital Region, Iceland
Age
64 years
Residence
Klingstrup, Svendborg Municipality, Southern Denmark, Denmark
The details (from wikipedia)

Biography

Johann Bockholt eða Jóhann Bucholt (d. 1602) var dansk-þýskur aðalsmaður sem var tvívegis hirðstjóri eða höfuðsmaður á Íslandi á 16. öld, fyrst 1570-1587 og aftur 1597-1602. Var hann því lengur hirðstjóri en nokkur annar útlendingur.

Bockholt hafði þjónað Friðrik 2. Danakonungi í styrjöldinni við Svía 1563-1570 og staðið sig með ágætum. Varð það að ráði þegar styrjöldinni lauk að hann var sendur til að taka við hirðstjórn á Íslandi en Christoffer Valkendorf, sem gegnt hafði hirðstjórn eitt ár, var settur til annarra starfa. Bockholt kom til Íslands þegar um sumarið, settist að á Bessastöðum og var þar meira og minna alla sína hirðstjóratíð, ólíkt flestum þeim sem gegnt höfðu embættinu áratugina á undan og höfðu staðið stutt við á landinu. Hann kemur því mikið við skjöl á Íslandi á síðustu áratugum 16. aldar. Bockholt stundaði sjálfur verslun og verslaði á öllum höfnum Gullbringusýslu nema Grindavík.

Bockholt er sagður hafa verið duglegur en harður og eftirgangssamur stórbokki og lenti í útistöðum við ýmsa íslenska höfðingja. Þeir Guðbrandur Þorláksson biskup voru góðvinir fyrst eftir að Bockholt kom til landsins en fyrr en varði kastaðist í kekki með þeim og Guðbrandur sendi konungi hvað eftir annað bréf og kvartaði yfir höfuðsmanninum. Bockholt gerðist aftur á móti góðvinur Jóns Jónssonar lögmanns, erkifjandmanns Guðbrandar, og stóðu þeir saman gegn biskupi.

Bockholt mun hafa verið ágætlega menntaður og á meðan þeir Guðbrandur voru vinir gaf biskupinn honum hnattlíkan sem hann hafði smíðað og sýndi hnattstöðu Íslands. Í bókum stjörnufræðingsins Tycho Brahes er þess getið að Bockholt hafi fylgst með deildarmyrkva á tungli frá Bessastöðum 31. janúar 1580, mælt hann og gefið sér skýrslu.

Bockholt þótti óheppilegt að hafa Alþingi á Þingvöllum og vildi hafa það nær Bessastöðum. Það mun því hafa verið að undirlagi hans sem Friðrik 2. gaf út bréf um það 5. apríl 1574 að þingið skyldi framveigs haldið í Kópavogi þar sem það væri betra og hættuminna. Þessum tilmælum var þó ekki sinnt þótt ýmsir fundir væru haldnir þar, svo sem Kópavogsfundurinn alræmdi löngu síðar.

Konungur vék Bockholt frá árið 1587 af því að honum þótti hann tregur til að greiða afgjöld sín af Íslandi. Peder Thomassen (Pétur Tómasson) tók þá við í eitt ár en síðan varð Lars Thygesen Kruse höfuðsmaður og eftir hann þeir Henrik Krag og Brostrup Giedde, en árið 1597 varð Bockholt aftur höfuðsmaður og fór til Íslands. Embættinu gegndi hann til dauðadags, 1602, og var því höfuðsmaður/hirðstjóri í samtals 23 ár.

Heimildir



The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Johan Bockholt is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Johan Bockholt
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes