peoplepill id: hrafn-brandsson
HB
2 views today
5 views this week
Hrafn Brandsson

Hrafn Brandsson

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death
The details (from wikipedia)

Biography

Hrafn Brandsson (eða Rafn Brandsson) eldri (um 1432 – 1483) var íslenskur höfðingi á 15. öld, lögmaður norðan og vestan frá 1479 til dauðadags. Hann bjó á Skriðu (Rauðuskriðu) í Reykjadal.

Hrafn var sonur Brands ríka Halldórssonar bónda á Barði í Fljótum og konu hans Rögnu, dóttur Hrafns Guðmundssonar lögmanns í Rauðuskriðu. Hrafn átti í illvígum deilum við Ólaf Rögnvaldsson biskup um margs konar mál. Hann dróst inn í svonefnd Hvassafellsmál, þegar Bjarni Ólason bóndi á Hvassafelli var sakaður um sifjaspell með Randíði, barnungri dóttur sinni. Randíður flúði á náðir Hrafns sem var náfrændi hennar. Ólafur biskup bannfærði hann fyrir að skýla henni. Hrafn var enn í banni þegar hann dó. Það þóttu ægileg örlög að deyja í banni, svo að ættingjar gáfu yfirleitt kirkjunni stórfé til sáluhjálpar hinum látna.

Kona Hrafns var Margrét, dóttir Eyjólfs Arnfinnssonar (um 1395 — 1475) riddara á Urðum í Svarfaðardal og víðar, og konu hans Snælaugar Guðnadóttur frá Hóli í Bolungarvík. Dóttir þeirra var Solveig Hrafnsdóttir abbadís á Reynistað en sonur þeirra var Brandur Hrafnsson, lengi prestur á Hofi í Vopnafirði en síðast príor í Skriðuklaustri. Synir hans voru Snjólfur bóndi í Ási í Fellum, Árni bóndi á Bustarfelli í Vopnafirði og ættfaðir Bustarfellsættar, og Hrafn Brandsson yngri, lögmaður.

Heimildir

  • Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
  • Einar Bjarnason Íslenskir Ættstuðlar I - III, Reykjavík 1969 - 1972.


Lögmaður norðan og vestan
Lögmaður norðan og vestan
(1479 – 1483)
(1479 – 1483)
The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Hrafn Brandsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Hrafn Brandsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes