peoplepill id: hrafn-brandsson-1
HB
1 views today
4 views this week
Hrafn Brandsson

Hrafn Brandsson

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Hrafn Brandsson (Rafn Brandsson) yngri (um 15001528) var íslenskur höfðingi á 16. öld, sýslumaður og síðan lögmaður. Hann var tengdasonur Jóns Arasonar biskups.

Hrafn var sonur Brands Rafnssonar (um 1470 – um 1557), sem lengi var prestur á Hofi í Vopnafirði en síðast príor á Skriðuklaustri. Hann var vellauðugur og varð ungur að árum sýslumaður Skagfirðinga. Hann var náinn samstarfsmaður Jóns Arasonar og gekk að eiga Þórunni dóttur hans árið 1526; hún var þá aðeins 14-15 ára að aldri. Hrafn bjó fyrst á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1527 náði hann með aðstoð tengdaföður síns lögmannsembættinu af Teiti Þorleifssyni ríka í Glaumbæ og tókst að hrekja hann burt úr Skagafirði. Honum tókst einnig að fá fé Teits dæmt undir konung en náði meirihlutanum af því sjálfur og settist að í Glaumbæ.

Hann naut þessa þó ekki lengi því að árið eftir varð hann ósáttur við Filippus svein sinn í drykkjuveislu í Glaumbæ, manaði hann til einvígis við sig á bæjarhlaðinu og hlaut þar svöðusár sem dró hann til dauða fáeinum dögum síðar. Vildu margir kenna bölbænum Teits um dauða hans. Jón Arason náði svo undir sig mestöllum þeim eignum sem Teitur hafði átt.

Þórunn og Hrafn áttu einn son sem dó barnungur. Þórunn giftist síðar Ísleifi Sigurðssyni sýslumanni á Grund í Eyjafirði og seinast Þorsteini Guðmundssyni á Grund.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Hrafn Brandsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Hrafn Brandsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes