peoplepill id: holmfridur-sigurdardottir
HS
1 views today
2 views this week
Hólmfríður Sigurðardóttir

Hólmfríður Sigurðardóttir

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Hólmfrídur Sigurdardóttir
Gender
Female
Age
75 years
The details (from wikipedia)

Biography

Hólmfríður Sigurðardóttir (9. janúar 1617 – 25. apríl 1692) var prófastfrú í Vatnsfirði á 17. öld. Foreldrar hennar voru Sigurður Oddsson í Hróarsholti í Flóa, sonur Odds biskups Einarssonar, og kona hans Þórunn ríka Jónsdóttir. Sigurður drukknaði sama ár og Hólmfríður fæddist en móðir hennar giftist aftur Magnúsi Arasyni sýslumanni á Reykhólum og ólst Hólmfríður þar upp.

Um Hólmfríði segir Jón Ólafsson frá Grunnavík: „Það var sú, sem lét færa sér utan gylltan lit til hárs síns, að sagt er. Og einhverja vinnukonu þvo sér, ef hún tók á nokkru óhreinu, og sú, er sagði: Mun ég þá verða að segja: æ? þá hún fann sig fyrst þungaða. Af þessu fólki er nefnd Vatnsfjarðardrambsemin.“

Hún giftist 1636 Jóni Arasyni prófasti í Vatnsfirði, sem var yngri bróðir Magnúsar stjúpföður hennar, og bjuggu þau í Vatnsfirði þar til Jón lést árið 1673. Þá flutti hún í Hóla til Ragnheiðar dóttur sinnar og síðar í Laufás til Helgu dóttur sinnar. Í Laufáskirkju er varðveitt málverk af Hólmfríði sem talið er að Helga hafi látið mála í minningu móður sinnar.

Börn þeirra Jóns voru Magnús digri, bóndi í Vigur og Ögri, Helga eldri prestkona í Laufási, Ragnheiður eldri húsfreyja í Flatey, Guðbrandur prófastur í Vatnsfirði, Sigurður prófastur í Holti í Önundarfirði, Ragnheiður yngri biskupsfrú á Hólum, Oddur digri klausturhaldari á Reynistað, Anna digra prestsfrú á Breiðabólstað í Vesturhópi og Ari bóndi á Sökku í Svarfaðardal.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Hólmfríður Sigurðardóttir is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Hólmfríður Sigurðardóttir
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes