peoplepill id: gudmundur-ormsson
GO
4 views today
7 views this week
Guðmundur Ormsson

Guðmundur Ormsson

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Gudmundur Ormsson
Gender
Male
Birth
Death
Age
28 years
The details (from wikipedia)

Biography

Guðmundur Ormsson (um 1360 – 1388) var íslenskur höfðingi á 14. öld. Hann var af ætt Skarðverja, sonur Orms Snorrasonar lögmanns á Skarði á Skarðsströnd.

Guðmundur virðist hafa verið mesti ribbaldi. Um jólin 1385 fór hann ásamt öðrum manni, Eiríki Guðmundssyni, að manni sem hét Þórður Jónsson og tóku þeir hann höndum. Ormur faðir hans nefndi svo dóm yfir Þórði þessum og var hann dæmdur til dauða og hálshöggvinn. Ekkert er vitað um ástæður en þess hefur verið getið til að Þórður kunni að hafa verið bróðir Þorsteins Jónssonar, sem vó Guttorm, bróður Guðmundar og son Orms, í Snóksdal nokkrum árum áður og þeir hafi verið að hefna þess, en allt er óvíst um það. Hvað sem því líður þótti verkið níðingsverk og hlutu feðgarnir mikið ámæli fyrir. Eitthvað fleira hefur gengið á því sagt er í annálum 1386 frá því að menn Guðmundar Ormssonar hafi rænt og ruplað í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi.

Á endanum var þeim Guðmundi og Eiríki ekki vært á Íslandi og fóru þeir út um sumarið. Eiríkur kom aftur ári síðar og hafði þá hlotnast hirðstjóratign, en hann var raunar veginn árið eftir. Guðmundur Ormsson hvarf aftur á móti 1388 í Færeyjum um nótt með undarlegum hætti, að því er segir í annálum. Dóttir hans var Þorbjörg, kona Guðna Oddssonar á Hóli í Bolungarvík.

Heimild

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Guðmundur Ormsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Guðmundur Ormsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes