peoplepill id: grimur-jonsson
GJ
Iceland
3 views today
4 views this week
Grímur Jónsson
Icelandic lawyer

Grímur Jónsson

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Grímur Jónsson (12. október 1785 – 7. júní 1849) (skrifaði sig sjálfur Grímur Johnsen) var amtmaður í Norður- og Austuramti á Íslandi og bæjarfógeti í Danmörku.

Grímur fæddist í Görðum á Akranesi og voru foreldrar hans séra Jón Grímsson, sem þar var prestur, og kona hans Kristín Eiríksdóttir frá Helluvaði á Rangárvöllum. Eina systir hans sem upp komst var Ingibjörg, kona Þorgríms Tómassonar gullsmiðs á Besastöðum og móðir Gríms Thomsen. Grímur útskrifaðist úr Hólavallarskóla 1802 og var síðan skrifari hjá Ólafi Stefánssyni stiftamtmanni, en móðir hans, sem þá var orðin ekkja, var ráðskona þar. Árið 1805 sigldi Grímur svo til náms við Hafnarháskóla og lauk lögfræðiprófi vorið 1808.

Hann gekk síðan í danska herinn, varð lautinant í landhernum og varð svo efstur á herforingjaprófi í janúar 1810. Hann átti góðan feril í hernum og varð „Overkrigskommissær" 1816. Árið 1819 hætti hann þó í hernum og varð bæjarfógeti í Skælskör á Sjálandi. Árið 1824 var hann svo skipaður amtmaður í Norður- og Austuramti, flutti til Íslands með fjölskylduna og settist að á Möðruvöllum í Hörgárdal.

Í febrúar 1826 brann bærinn á Möðruvöllum. Fólkið komst allt út en fáu tókst að bjarga og meðal annars glataðist mikið af skjölum amtsins. Skrifari amtmanns, Baldvin Einarsson frá Hraunum í Fljótum, bjargaðist naumlega og þurfti að stökkva út um loftglugga á nærfötunum. Fáeinum árum síðar fórst hann af völdum bruna í Kaupmannahöfn. Sjálfur brenndist Grímur í andliti og bar ör lengi. Nýtt hús var reist á Möðruvöllum sem kallað var Friðriksgáfa, því að Friðrik konungur veitti fé til byggingarinnar, og var það eitt stærsta og glæsilegasta hús landsins á sinni tíð. Það brann 1874.

Kona Gríms, sem var dönsk, sætti sig illa við að búa á Íslandi þrátt fyrir ný húsakynni og fór svo að fjölskyldan fluttist aftur til Danmerkur og Grímur varð bæjarfógeti í Middelfart á Fjóni. Á meðan hann var þar sat hann á stéttaþingum í Hróarskeldu 1840 og 1842 sem konungkjörinn þingmaður fyrir Ísland og Færeyjar. Hann var þó aldrei ánægður í Middelfart, vildi aftur til Íslands, og vorið 1842 var hann aftur skipaður amtmaður í Norður- og Austuramti. Kona hans og börn fóru þó ekki með honum til Íslands, heldur settust þau að í Kaupmannahöfn. Var Grímur því oft einmana á Möðruvöllum og kallaði hús sitt Einbúasetrið. Tvær dætur Gríms komu þó til hans nokkrum árum síðar og voru hjá honum á Möðruvöllum þar til hann lést.

Grímur hefur löngum haft orð á sér fyrir íhaldssemi en hann var þó að mörgu leyti framfarasinnaður og frjálslyndur, beitti sér fyrir samgöngubótum og var mikill áhugamaður um bætta búnaðarhætti og ræktun matjurta. Hann var þó konunghollur embættismaður og þegar frjálsræðisvindar tóku að blása í kjölfar byltinga og lýðræðishreyfinga í Evrópu þótti honum nóg um sjálfræðishneigð alþýðunnar. Skagfirskir bændur voru helstu andstæðingar amtmanns og 22. maí 1849 safnaðist stór hópur Skagfirðinga saman við Vallalaug og reið síðan til Möðruvalla til að lýsa vanþóknun sinni á embættisfærslu amtmanns og krefjast afsagnar hans. Kallast sú ferð Norðurreið Skagfirðinga. Ekki varð þó af því að þeir hittu amtmann þegar til Möðruvalla kom því hann var þá mjög sjúkur og lést skömmu síðar.

Kona Gríms var prestsdóttir frá Jótlandi, Birgitte Ceciliev Breum. Eina barn þeirra sem staðfestist á Íslandi var Þóra Melsteð, stofnandi og fyrsti skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík.

Árið 2008 kom út ævisaga Gríms amtmanns eftir Kristmund Bjarnason og nefnist hún Amtmaðurinn á Einbúasetrinu.

Heimildir

Tenglar

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Grímur Jónsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Grímur Jónsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes