peoplepill id: gisli-gudbrandsson
GG
5 views today
5 views this week
Gísli Guðbrandsson

Gísli Guðbrandsson

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Gísli Gudbrandsson
Gender
Male
Birth
Age
55 years
The details (from wikipedia)

Biography

Gísli Guðbrandsson (1565 – 14. apríl 1620) var skólameistari í Skálholtsskóla og síðan prestur í Hvammi í Hvammssveit. Hann var sagður góður málari.

Gísli var sonur Guðbrands Bjarnasonar, bónda á Fellsenda, og konu hans Guðrúnar, sem var meingetin, dóttir Gísla Eyjólfssonar frá Haga á Barðaströnd og Kristínar systur hans. Gísli eignaðist börn með tveimur systrum sínum, Kristínu og Þórdísi og flúðu þau öll í Skálholt á náðir Ögmundar Pálssonar biskups. Gísli Eyjólfsson komst úr landi og hlaut því enga refsingu og systur hans ekki heldur. Kristín giftist svo Gísla Jónssyni biskupi.

Gísli Guðbrandsson ólst upp í Skálholti og stundaði nám erlendis. Hann var skólameistari í tvö ár, 1583-1585, hjá Gísla stjúpafa sínum, en vígðist síðan prestur og fékk Hvamm í Dölum. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ráðhildur Guðmundsdóttir en hin seinni Ragnhildur Egilsdóttir frá Geitaskarði og var hann seinni maður hennar.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Gísli Guðbrandsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Gísli Guðbrandsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes