peoplepill id: eyjolfur-einarsson
EE
1 views today
1 views this week
Eyjólfur Einarsson

Eyjólfur Einarsson

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death
The details (from wikipedia)

Biography

Eyjólfur Einarsson (um 1450 – 1495) var íslenskur lögmaður á 15. öld. Hann bjó í Möðrufelli og Stóradal (Djúpadal) í Eyjafirði, á Keldum og síðast í Dal (Stóradal) undir Eyjafjöllum.

Faðir Eyjólfs var Einar sýslumaður í Djúpadal, sonur Árna dalskeggs á sama stað. Eyjólfur varð lögmaður sunnan og austan á Alþingi 1480 en svo virðist sem miklar deilur hafi orðið um lögmannskosninguna og voru bæði Þorleifur Björnsson hirðstjóri og Magnús Eyjólfsson Skálholtsbiskup mótfallnir kjöri Eyjólfs. Þorleifur fór utan 1481 og hafði þá með sér bréf sem Ólafur Þrándarson erkibiskup hafði gefið út áður og lýst Eyjólf í bann; það hefur verið fyrir 1474 því Ólafur dó það ár. Sök Eyjólfs var sú að hann hafði gripið séra Jón Snorrason í Gaulverjabæ að næturlagi og sett hann í járn og gapastokk og í annað skipti tekið hann úr kirkju og farið eins með hann. Þetta bréf varð til þess að Jón smjör, sem þá var höfuðsmaður í Björgvin, riddari og einn valdamesti maður Noregs, lýsti því yfir í bréfi að Eyjólfur væri fullur óbótamaður nema hann sættist við Þorleif.

Bréf þetta var lesið upp á Alþingi 1483 og vildi þá enginn hlýða dómnefnu Eyjólfs og Magnús biskup neitaði að viðurkenna hann sem lögmann. Biskupinn og Diðrik Píning hirðstjóri hvöttu Eyjólf til að sættast við Þorleif og hefur hann líklega látið undan, að minnsta kosti var hann lögmaður til 1494 og átti meðal annars þátt í Píningsdómum.

Kona Eyjólfs var Ragnheiður Eiríksdóttir frá Skarði á Landi, Krákssonar, og var systir hennar Ingibjörg, móðir Torfa Jónssonar í Klofa. Eyjólfur var þriðji maður hennar en hún hafði áður verið gift Þorsteini Helgasyni bónda á Reyni í Mýrdal og síðan Magnúsi Jónssyni bónda á Krossi í Landeyjum, sem veginn var í Krossreið síðari af Þorvarði Eiríkssyni slógnefs Loftssonar og Narfa Teitssyni. Sonur Eyjólfs og Ragnheiðar var Einar Eyjólfsson sýslumaður í Stóradal undir Eyjafjöllum.

Heimildir

  • Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.


Lögmaður sunnan og austan
Lögmaður sunnan og austan
(1480 – 1494)
(1480 – 1494)


The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Eyjólfur Einarsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Eyjólfur Einarsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes