Einar Vilberg Hjartarson
Quick Facts
Biography
Ferill
Einar Vilberg fæddist í Reykjavík og ólst upp í Þingholtunum.Fjórtán ára byrjaði hann að semja eigin lög. Fyrsta alvöru hljómsveitin sem Einar var í hét Beatnicks, en hún lék mest þekkt og vinsæl erlend lög á skólaböllum. Einar hélt svo til London með Pétri Kristjánssyni söngvara og Gunnari Jökli trommuleikara árið 1969 á vegum Laufútgáfunar. Þeir bókuðu tíma í Regent Studio og tóku upp fjögur lög eftir Einar á átta tímum. Tvö laganna komu út á plötu árið eftir; Vitskert veröld og Blómið sem dó sem Pétur söng en hin tvö biðu þess að koma út löngu seinna á safndiski Péturs.
Gypsy Queen
Á þessum tíma samdi Einar einnig lög fyrir aðra listamenn svo sem Janis Carol og Jónas R. Jónsson. Samvinnan við Jónas varð að samstarfi og árið 1972 gáfu þeir út LP plötuna Gypsy Queen sem var tekin upp í stúdíói Pétrurs Steingrímssonar að undanteknum tveimur lögum sem voru tekin upp í Svíþjóð.Platan vakti mikla athygli og þótti framsækin, umslagiðvar tvöfalt sem var nýlunda á þeim tíma. Platan var líka gefin út á kassettu og mun húnvera fyrsta íslenska hljómplatan sem kemur út á snældu. Í kjölfar Gypsy Queen var þeim félögum boðið að taka þátt í Yamaha Song Festival tónlistarhátíðinni í Tokyo í Japan og gáfu út tveggja laga plötu þar í landi.
Starlight
Næsta stóra skref var gerð plötunnar Starlight sem kom út árið 1976. Platan var hljóðrituð í nýju átta rása stúdíói, Hljóðrita í Hafnarfirði. Upptökumaður var Jónas R. Jónsson en honum til aðstoðar var Baldur Már Arngrímsson. Einari til fulltingis við gerð plötunnarvoru helstu popptónlistarmenn þess tíma eins og Pálmi Gunnarsson, Lárus Grímsson, Þórður Árnason, Ásgeir Óskarsson og fleiri. Platan fékk góða dóma.
Gunnar Salvarsson skrifaði plötudóm í Tímann 4. Apríl 1976. bls,3.
Samanborið við plötuna Jónas og Einar, en á þeirri plötu voru öll lögin eftir Einar, hefur honum vaxið mjög fiskur um hrygg sem tónlistarmanni — og nýja platan sýnir Einar Vilberg sem þroskaðan og heilsteyptan tónlistarmann. | ||
— Gunnar Salvarsson |
Starlight er einhver jafnbezta plata, sem ég hef heyrt, og þær íslenzku plötur, sem eiga eftir að koma út á árinu, mega vera mjög góðar, ef Starlight Einars Vilbergs á ekki að verða meðal þeirra beztu. | ||
— Gunnar Salvarsson |
Noise
Í kjölfar útkomu Starlight flutti Einar sig um set og settist að í Kaupmannahöfn þar sem hann vann að sólóferli. Árið 1981 komsvo LP platan Noise út. Noise var tekin upp í Stúdíó Hlust við Rauðalæk og sá Rafn Sigurbjörnsson um upptökur. Útgáfufyrirtækið Toni Permo ýtti plötunni úr vör en Tóní þessi Permo mun vera samnefnari fyrir ákveðna tegund söngvara.
Útgefnar plötur
Fálkinn
LP
- MOAK 26 - Jónas og Einar - Gypsy Queen - 1972
Kassetta
- MOAK 26 - Snælda (Fyrsta íslenska hljóðsnældan)– 1972
Canyon (japönsk útgáfa)
45 snúninga
- Y 51 - When I Look At All Those Things // Song Of Love - 1972
Amerísk útgáfa
CD
- ? - Peace Works // Dark Shadows
Steinar - Spor
LP
- Steinar 004 - Einar Vilberg - Starlight - 1976
elly jay RECORDS
LP
- EJSP 9642 - Einar Vilberg - Noise – 1981
SATT
LP og Kasetta (Safnplata)
- SATT 002 - That´s All – Einar Vilberg - 1984
Lög eftir Einar Vilberg í flutningi annara listamanna
Laufútgáfan
45 snúninga
- PK 200 - Pétur Kristjánsson - Blómið sem dó // Vitskert Veröld -1970
Hljómskífugerðin Sarah
45 snúninga
- SL 002 - Janis Carol - Draumurinn // Íhugun - 1970
Tónaútgáfan
45 snúninga
- T 115 - Jónas R. Jónsson - Bón um frið // Sólskin - 1972
Sena /Íslenskir tónar
CD
- IT 337 - Pétur W. Kristjánsson - Bardagi um sál // Wonderland of Eden – 2008 (Algjör Sjúkheit - Safnplata)