peoplepill id: egill-sigfusson
ES
2 views today
14 views this week
Egill Sigfússon

Egill Sigfússon

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Birth
Death
Age
73 years
The details (from wikipedia)

Biography

Egill Sigfússon (1650 – 1723) var kennari og skólameistari í Hólaskóla og síðan prestur í Glaumbæ á Langholti. Hann var gott latínuskáld og sagður mikill gáfumaður.

Egill var sonur séra Sigfúsar Egilssonar dómkirkjuprests á Hólum og áður skólameistara og seinni konu hans Ólafar Sigfúsdóttur. Hann útskrifaðist úr Hólaskóla og hélt síðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Hann sneri aftur til íslands 1678 og árið 1683 varð hann skólameistari í Hólaskóla og gengdi því starfi í tólf ár, eða til 1695.

Þá var hann vígður prestur í Glaumbæ en missti prestsskap tveimur árum síðar af því að hann hafði eignast son í lausaleik með Sigríði Geirsdóttur, systur Þorsteins Geirssonar sem var skólameistari næstur á undan honum. Hann fékk þó embættið aftur aðeins einu ári síðar en þurfti að borga 50 dali fyrir.

Kona Egils var Þuríður, dóttir Jóns Bjarnasonar bónda í Stafni í Svartárdal. Þau áttu tvær dætur.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Egill Sigfússon is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Egill Sigfússon
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes