peoplepill id: bjoern-gilsson-1
BG
2 views today
2 views this week
The basics

Quick Facts

Work field
Gender
Male
Death
The details (from wikipedia)

Biography

Björn Gilsson (d. 1181) var prestur á Munkaþverá á 12. öld og síðan ábóti í Munkaþverárklaustri, annar í röðinni á eftir Nikulási Bergþórssyni. Hann var bróðir og alnafni Björns Gilssonar Hólabiskups og stóðu þeir saman að stofnun klaustursins.

Þeir bræður voru synir Gils Einarssonar Járnskeggjasonar, Einarssonar Þveræings, og höfðu þeir langfeðgar allir búið á Þverá. Kona Gils og móðir þeirra var Þórunn, dóttir Þorbjarnar Þorfinnssonar karlsefnis. Systir þeirra var Þórný, kona Jóns Sigmundssonar eldri á Svínafelli.

Björn var vígður ábóti 1162, sama ár og bróðir hans dó. Björn biskup taldi það styrkja kirkjuna mest að efla munklífi og hafði því gefið eitt hundrað hundraða af fé Hólakirkju til Munkaþverárklausturs. Björn ábóti hefur vafalaust átt stóran þátt í að móta klaustrið og venjur þess því hann var ábóti í nítján ár og hefur raunar líklega stýrt klaustrinu allt frá því að Nikulás ábóti dó 1159. Björn dó árið 1181 og tók Hallur Hrafnsson við af honum.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Björn Gilsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Björn Gilsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes