Quantcast
peoplepill id: gudjon-fridriksson
GF
2 views today
7 views this week
Guðjón Friðriksson

Guðjón Friðriksson

Icelandic writer
Guðjón Friðriksson
The basics

Quick Facts

Intro Icelandic writer
A.K.A. Gudjón Fridriksson
Is Writer
From Iceland
Type Literature
Gender male
Birth 9 March 1945
Age 76 years
Star sign Pisces
The details (from wikipedia)

Biography

Guðjón Friðriksson (fæddur þann 9. mars 1945) er sagnfræðingur og rithöfundur frá Reykjavík.

Ferill

Guðjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1970. Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum við Laugalæk 1970 - 1972 og íslenskukennari í Menntaskólanum á Ísafirði 1972 - 1975. Blaðamaður á Þjóðviljanum í Reykjavík 1976 - 1985, þar af ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans 1980 - 1984. Árið 1985 var Guðjón ráðinn af Reykjavíkurborg sem einn af ritstjórum Sögu Reykjavíkur og var í því starfi til 1991. Síðan hefur hann verið sjálfstætt starfandi rithöfundur og sagnfræðingur og liggja eftir hann fjölmörg ritverk. Starfandi í Reykjavíkurakademíunni 2001-2015.

Bækur

 • Forsetakjör 1980 (1980)
 • Vigdís forseti (1981)
 • Togarasaga Magnúsar Runólfssonar (1983)
 • Á tímum friðar og ófriðar 1924-1925.Heimildaljósmyndir Skafta Guðjónssonar (1983)
 • Reykjavík bernsku minnar. Viðtalsbók (1985)
 • Bærinn vaknar. Saga Reykjavíkur 1870-1940 (tvö bindi 1991 og 1994)
 • Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu:
 • Með sverðið í annari hendi og plóginn í hinni (1991)
 • Dómsmálaráðherrann (1992)
 • Ljónið öskrar (1993)
 • Indæla Reykjavík. Þingholt og sunnanvert Skólavörðuholt (1995)
 • Indæla Reykjavík. Gamli Vesturbærinn (1996)
 • Einar Benediktsson. Ævisaga (þrjú bindi 1997, 1998 og 2000)
 • Nýjustu fréttir! Saga fjölmiðlunar frá upphafi til vorra daga (2000)
 • Jón Sigurðsson. Ævisaga (tvö bindi 2002 og 2003)
 • Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein (2005)
 • Saga af forseta. Forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar (2008)
 • Hér heilsast skipin. Saga Faxaflóahafna (tvö bindi) (2013)
 • Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands (ásamt Jóni Þ. Þór)(tvö bindi) (2013)
 • Reykjavik Walk. Explore the Old City Centre and Neighbourhood. Six illustrated 1-2 hour walks (2014)
 • Úr fjötrum. Saga Alþýðuflokksins (2016)
 • Litbrigði húsanna. Saga Minjaverndar og endurgerðra húsa um allt land (2017)
 • Halldór Ásgrímsson. Ævisaga (2019)

Helstu félagsstörf

Í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1966 - 1967, menningarráði Ísafjarðar 1974 - 1975, stjórn Torfusamtakanna frá 1985, formaður þeirra 1988 - 1996, Minja og sögu frá 1988, Rithöfundasambands Íslands 1996 - 2002,Minjaverndar 1997 - 2000 og menningaráði Hannesarholts 2012-2016.

Viðurkenningar

 • Móðurmálsverðlaun Björns Jónssonar (1985)
 • Íslensku bókmenntaverðlaunin 1991, 1997 og 2003. Var auk þess tilnefndur 1992, 1993 og 2005.
 • Menningarverðlaun VISA-Ísland fyrir ritstörf (2000).
 • Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2008.
 • Riddarakross fálkaorðunnar 2015.
 • Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2015.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 31 Jul 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes