peoplepill id: anna-borg
AB
Denmark
1 views today
2 views this week
Anna Borg
Danish actor and autobiographer

Anna Borg

The basics

Quick Facts

Intro
Danish actor and autobiographer
Gender
Female
Place of birth
Iceland, Iceland
Place of death
Oslo, Norway
Age
59 years
The details (from wikipedia)

Biography

Anna Borg (30. júlí 1903 - 14. apríl 1963) var íslensk leikkona. Ásamt Haraldi Björnssyni var hún fyrst Íslendinga til að leggja stund á nám í leiklist við leiklistarskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn.

Æviferill

Anna hét fullu nafni Anna Guðmundína Guðrún Borgþórsdóttir og var dóttir Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu og Borgþórs Jósefssonar bæjargjaldkera í Reykjavík. Hún kom fyrst fram á leiksviði sem barn, m.a. átta ára gömul sem Tóta í Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi 1911. Hún tók þátt í leikferð móður sinnar um Íslendingabyggðir í Vesturheimi 1920-1921 en fyrsta hlutverk hennar hjá Leikfélaginu utan barnahlutverka var Signý í Veislunni á Sólhaugnum eftir Henrik Ibsen í desember 1924. Í apríl 1925 lék Anna á móti danska leikaranum og leikstjóranum Adam Poulsen í ævintýraleiknum Einu sinni var eftir Holger Drachmann, en Poulsen leikstýrði sýningunni sem gestur félagsins. Með stuðningi hans fékk Anna ásamt Haraldi Björnssyni inngöngu í leiklistarskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og luku þau þaðan prófi 1927.

Haraldur hélt til Íslands eftir útskrift, en Anna varð um kyrrt í Danmörku og var ráðin leikkona við Konunglega leikhúsið 1929. Þar starfaði hún til dauðadags að undanskildum árunum 1934-1938 þegar hún lék við Dagmar-leikhúsið i Kaupmannahöfn. Meðal þekktustu hlutverka hennar á dönsku leiksviði má nefna Margréti í Faust Goethes, Dóttur Indra í Draumleik eftir August Strindberg, Elísabetu Englandsdrottningu í Maríu Stuart eftir Schiller og Lauru í Föður Strindbergs. Anna kom öðru hverju til Íslands og lék, t.d. Höllu í uppsetningu Haraldar Björnssonar á Fjalla-Eyvindi 1930 og Jóhönnu af Örk í sýningu Þjóðleikhússins á verki George Bernard Shaw, Heilög Jóhanna 1951.

Árið 1932 giftist Anna Poul Reumert, einum helsta leikara og leikstjóra Dana. Þau hjónin léku töluvert saman og komu nokkrum sinnum til Íslands í leikferðir. Anna lék í tveimur dönskum kvikmyndum árið 1945, Affæren Birte og De Kloge og vi Gale, í bæði skiptin á móti eiginmanni sínum.

Upp úr 1950 tóku skjaldkirtilsveikindi að hrjá Önnu og af þeim sökum hætti hún um tíma að leika. Síðustu árin urðu hlutverkin færri og hún sneri sér í auknum mæli að leikstjórn og kennslu. Auk leikstjórnar á leikritum og óperum leikstýrði hún tveimur sjónvarpsmyndum.

Anna Borg hlaut stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1938, dönsku orðuna Ingenio et arti 1941 og hina sænsku Litteris et Artibus 1932.

Anna fórst í Hrímfaxa-slysinu á páskadag 1963 þegar flugvél Flugfélags Íslands hrapaði í aðflugi að Fornebu-flugvelli í Osló.

Endurminningar Önnu Borg komu út á dönsku 1964 og á íslensku ári síðar.

Heimildir

Anna Borg. Endurminningar. Poul Reumert safnaði og gaf út. Hafnarfjörður: Skuggsjá, 1965.

Jón Viðar Jónsson. "Poul Reumert og Anna Borg." Vefsíða Minningarsjóðs Stefaníu Guðmundsdóttur.

The contents of this page are sourced from Wikipedia article on 16 May 2020. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Anna Borg is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Reference sources
References
Anna Borg
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes