Tumi Sighvatsson yngri
Quick Facts
Biography
Tumi Sighvatsson yngri (1222 – 19. apríl 1244) var yngsti sonur Sighvats Sturlusonar á Grund í Eyjafirði og Halldóru Tumadóttur konu hans. Hann hét eftir Tuma bróður sínum sem drepinn var á Hólum skömmu áður en hann fæddist.
Tumi yngri var í Örlygsstaðabardaga 1238 með föður sínum og fjórum bræðrum og var sá eini þeirra sem komst af, hljóp ásamt fleirum upp í Miðsitjuskarð fyrir ofan Örlygsstaði og komst þar yfir fjöllin til Eyjafjarðar. Eftir bardagann virðist Kolbeinn ungi ekki hafa talið ómaksins virði að elta hann uppi. Þegar Þórður kakali kom til landsins 1242 gekk Tumi þegar til liðs við hann og barðist með honum. Hann var á Reykhólum vorið 1244 og þar náði Kolbeinn ungi honum á sitt vald og tók hann af lífi. Hann baðst griða en menn Kolbeins sögðu að hann skyldi hafa sömu grið og bræður hans höfðu fengið á Örlygsstöðum.
Tumi var kvæntur Þuríði, dóttur Orms Breiðbælings, og áttu þau einn son, Sighvat.