peoplepill id: thorvardur-helgason
ÞH
1 views today
1 views this week
Þorvarður Helgason

Þorvarður Helgason

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Thorvardur Helgason
Gender
Male
The details (from wikipedia)

Biography

Þorvarður Helgason (d. eftir 1532) var íslenskur prestur sem var í Vallanesi á Völlum frá því fyrir 1490 og síðan prestur á Skriðuklaustri. Hann varð svo príor í klaustrinu þegar Narfi Jónsson fluttist í Þykkvabæjarklaustur 1506.

Þorvarður hélt áfram að kaupa jarðir eins og Narfi hafði gert og auðgaði klaustrið töluvert. Árið 1514 gaf Valtýr Sigurðsson klaustrinu jörðina Hvanná á Jökuldal en hann hafði flúið í klaustrið ári áður og leitað þar griða eftir að hafa vegið mann. Sú tilgáta hefur komið fram að í þeim atburði sé kveikjan að þjóðsögunni um Valtý á grænni treyju. Árið 1524 bar það til að einn munkanna í klaustrinu gerði konu barn en Ögmundur biskup tók vægt á brotinu og skyldaði munkinn meðal annars til að kenna í klaustrinu, svo að einhvers konar skólahald hefur verið þar á dögum Þorvarðar.

Þorvarður lét af embætti árið 1530 og hefur þá verið orðinn aldurhniginn. Hann var áfram munkur í klaustrinu og var enn á lífi 1532. Jón Markússon tók við af honum.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Þorvarður Helgason is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Þorvarður Helgason
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes