Þorleifur Jónsson
Quick Facts
Biography
Þorleifur Jónsson (1619 – 29. október 1690) var skólameistari í Skálholtií þrjúog hálft ár um miðja 17. öld og síðan prestur í Odda og prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi um 37 ára skeið.
Þorleifur var sonur Jóns Sigurðssonar sýslumanns í Einarsnesi og konu hans Ragnheiðar Hannesdóttur frá Snóksdal. Hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla og varð skólameistari 1647.Árið 1650 urðu 30 skólapiltar uppvísir að galdrakukli. Brynjólfur Sveinsson biskup tók á málinu af festu og rak marga þeirra í skóla en tók þá inn aftur árið eftir. Þorleifur vígðist prestur að Odda í ársbyrjun 1651 en skömmu síðar brann skólahúsið í Skálholti af því að skólapiltar fóru óvarlega með eld.
Þorleifur var prestur í Odda til dauðadags og jafnframt prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi. Hann var sagður skýr maður, einlægur og fordildarlaus og naut mikillar virðingar. Sama ár og hann vígðist prestur giftist hann Sigríði Björnsdóttur frá Bæ á Rauðasandi, dóttur Björns Magnússonar sýslumanns, sonar Magnúsar prúða, og seinni konu hans Helgu, dóttur Arngríms lærða. Einkasonur þeirra var Björn Þorleifsson Hólabiskup.