peoplepill id: sveinn-soelvason
SS
Iceland
1 views today
1 views this week
Sveinn Sölvason
Icelandic jurist

Sveinn Sölvason

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Sveinn Sölvason (6. september 1722 – 6. ágúst 1782) var íslenskur lögmaður, klausturhaldari og skáld á 18. öld. Hann bjó á Munkaþverá í Eyjafirði.

Sveinn var sonur Sölva Tómassonar klausturhaldara á Munkaþverá og konu hans Halldóru Jónsdóttur frá Tungu í Fljótum. Hann fór utan til náms og var skráður í Kaupmannahafnarháskóla haustið 1740. Þann 30. mars 1742 fékk hann konungsbréf fyrir varalögmannsdæmi norðan og vestan, tæplega tvítugur að aldri, og loforð um lögmannsembættið þegar Hans Becker léti af því. Hann gegndi lögmannsstörfunum tvö seinustu starfsár Beckers og tók svo við eftir lát hans 1746.

Á lögmannstíma Sveins dró enn úr virðingu og áhrifum Alþingis og til að mynda var lögréttumönnum fækkað, fyrst í 10 og síðan í 5, og dómendum í yfirrétti sem lengst af höfðu verið 24 var fækkað í 12 og síðan í 6. Frá 1756 voru skipaðir varalögmenn með Sveini. Fyrstur var Ólafur Stefánsson, síðar stiftamtmaður. 1764 tók Jón Ólafsson frá Eyri í Seyðisfirði við en hann dó 1778 og ári síðar var Stefán Þórarinsson skipaður varalögmaður. Það ár (1779) var síðasta ár Sveins lögmanns á þingi. Björn Markússon gegndi einn lögmannsstörfum á þinginu 1780 en Stefán varalögmaður 1781 og 1782.

Sveinn þótti að mörgu leyti merkismaður, greindur og vel að sér í lögum og skrifaði meðal annars bók um íslensk lög, Tyro juris eða Barn í lögum. Einnig skrifaði hann annálinn Íslands árbók, sem nær yfir árin 1740-1781, og orti töluvert, bæði rímur, eftirmæli og fleira, meðal annars Rímur af Gissuri jarli Þorvaldssyni, sem prentaðar voru í Leirárgörðum árið 1800.

Kona Sveins var Málfríður Jónsdóttir, Jónssonar sýslumanns í Grenivík, og voru þau systkinabörn því Jón sýslumaður var móðurbróðir Sveins. Á meðal barna þeirra voru Jón Sveinsson landlæknir og Jón Sveinsson sýslumaður í Suður-Múlasýslu.

Jón Jakobsson sýslumaður á Espihóli skrifaði ævisögu Sveins lögmanns, sem út kom 1791, og nefnist hún Fáord æruminning at grøf virdugligs og ágæts høfdíngia herra Sveins Sølvasonar : sem var konúngligrar hátignar løgmadr nordan og vestan á Islandi, samt klaustrhaldari at Múnkaþverá.

Viðhorf Sveins til íslensku

Sveinn Sölvason hafði sprokverskt viðhorf til íslenskunar, taldi að málið ætti samkvæmt stjórnarfarinu (þáverandi) að draga dám af dönsku og vildi meina að fásinna væri að halda við fornyrðum. Sveinn segir til dæmis svo í formálanum að bók sinni Tyro juris: „Þar næst meðkenne eg, að hier finnast ógjarnan gömul gullaldarorð, sem nú eru komen úr móð, og að eg þarímót hefe stundum hiálpast við þau orð, sem dregenn eður samsett eru af Dönskunni, hvað eg helld eingen spiöll . . . . og so sem vor Efne í flestum Greinum dependera af þeim Dönsku; því má þá ecke einnen vort Tungumál vera sömu Forlögum undirorpeð.“ Í tímaritinu Skírni 1908 var vitnað til þessara orða, og tekið svo til orða að þjóðin hafi þegar þetta var glatað trú á mátt sinn og megin, þegar menn höfðu ekki meiri virðingu fyrir móðurmálinu en svo, að bæri vott um þjóðarhnignun.

Tilvísanir

Heimildir

  • Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.


Lögmaður norðan og vestan
Lögmaður norðan og vestan
(1746 – 1782)
(1746 – 1782)


The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Sveinn Sölvason is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Sveinn Sölvason
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes