Sveinn Andri Sveinsson
Quick Facts
Biography
Sveinn Andri Sveinsson (12. ágúst 1963) er íslenskur lögfræðingur. Hann var borgarfulltrúi á síðasta áratug 20. aldar og er fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Ævi og störf
Sveinn Andri er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var blaðamaður áMorgunblaðinu samhliða háskólanámi en hefur starfað sem lögfræðingur frá útskrift. Í lögmannsstörfum sínum hefur Sveinn Andri tekið að sér mörg mál, einkum sakamál, sem hlotið hafa mikla fjölmiðlaathygli.
Stjórnmál
Sveinn Andri gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrirVöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskólanum, Heimdall ogSamband ungra sjálfstæðismanna.
Hann tók sæti í borgastjórn Reykjavíkur sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftir stórsigur flokksins í borgarstjórnarkosningunum 1990. Það kjörtímabil var hann stjórnarformaður Strætisvagna Reykjavíkur og stýrði þar umdeildum breytingum á rekstrarformi.
Deilurnar um strætó urðu eitt helsta átakaefnið í borgarstjórnarkosningunum 1994 og varð eitt fyrsta verk Reykjavíkurlistans að taka breytingarnar til baka. Sveinn Andri tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 1994 en fékk ekki brautargengi.
Sveinn Andri var um árabil í hópi þeirra forystumanna Sjálfstæðisflokksins sem hvað helst hafa talað fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á árinu 2014 sagði hann skilið við flokkinn vegna ágreinings um Evrópumál.
Íþróttamál
Sveinn Andri tók sæti í stjórn Knattspyrnufélagsins Fram árið 1991 og var formaður félagsins frá 1994 til 2000.Í formannstíð hans var stofnað hlutafélag um rekstur meistaraflokks karla í knattspyrnu. Hlutafélagið tók til starfa með talsvert eigið fé, en steypti sér í skuldir á mettíma.
Sveinn Andri setti til hliðar hugmyndir forvera síns á formannsstóli, Alfreðs Þorsteinssonar um flytja Fram úr Safamýrinni í austari byggðir borgarinnar eða í Laugardalinn. Þess í stað vildi hann byggja upp það svæði sem fyrir væri. Meðal annars setti hann fram metnaðarfullar hugmyndir um að selja hluta svæðisins undir verslunarmiðstöð með knattspyrnuleikvangi á þakinu.
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram | |
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram | |
(1994 – 2000) | |
(1994 – 2000) |