peoplepill id: skuli-gautason
SG
Iceland
1 views today
1 views this week
Skúli Gautason
Icelandic actor

Skúli Gautason

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Skúli Gautason (f. 25. október 1959) er íslenskur leikari, leikstjóri, tónlistarmaður og menningarstjóri.

Skúli fæddist í Reykjavík og ólst upp í vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1979, nam tölvustjórn og forritun hjá IBM í Reykjavík 1981.

Hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1986 og réðist strax þá um haustið til starfa við Leikfélag Akureyrar. Hann hefur leikstýrt fjölda leiksýninga hjá áhugaleikfélögum um land allt og tveim sýningum við Leikfélag Akureyrar. Skúli hefur starfað sem menningar- og viðburðastjóri, m.a.hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ.Hann starfrækir menningarhús í hlöðunni sinni að Litla-Garði á Akureyri. Skúli hefur samið tónlist við leiksýningar og kvikmyndir

Skúli stundaði söngnám hjá Guðmundi Jónssyni og Alinu Dubik og hefur sungið í Háskólakórnum, Fílharmóníu og Hymnodíu.

Hann tók þátt í því að stofna Bifhjólasamtök lýðveldisins, Snigla árið 1984 og stofnaði hljómsveitina Sniglabandið ári síðar. Með Sniglabandinu hefur hann m.a. leikið í vinsælum útvarpsþáttum á Rás 2.

Skúli nam menningarstjórnun við háskólann á Bifröst og lauk MA-gráðu 2014. Hann hefur starfað við menningarstjónun frá árinu 2007, var m.a. viðburðastjóri á Höfuðborgarstofu og stýrði þar helstu viðburðum Reykjavíkurborgar s.s. Menningarnótt, Vetrarhátíð og Hátíð hafsins 2007-11. Hann fluttist norður og tók við starfi menningarfulltrúa í Hörgársveit og stýrði bæjarhátíðinni Ein með öllu 2011. Hann stjórnaði Miðaldadögum á Gásum um nokkurra ára skeið. Skúli starfaði sem framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Hjalteyrar ehf frá 2011-14, var framkvæmdastjóri Akureyrarstofu 2014-15. Hann starfaði sem sölu- og viðburðastjóri hjá Ambassador ehf 2016 og tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða í nóvember 2016.

Skúli hefur annars komið víða við, stundað sjómennsku, byggingarvinnu, verslunarstörf, leiðsögn og þjónusta við ferðamenn, ljósahönnun, hljóðblöndun og margt fleira.

Tónlist í kvikmyndum og leiksýningum

ÁrLeiksýning/kvikmyndLeikfélagAthugasemdir og verðlaun
1999TöfratívolíRegína
2000Ég séDraumasmiðjanfyrir heyrandi jafnt sem heyrnarlausa
2001Tveir misjafnlega vitlausirLeikfélag Akureyrar
2003BúkollaLeikfélag Akureyrar
2014Djákninn á MyrkáLeikfélag Hörgdæla

Hlutverk á sviði

ÁrLeiksýningLeikfélaghöfundurleikstjóri
2012Ef ég væri jólasveinnLeikfélag AkureyrarLeikhópurinnSigríður Eir
2012BorgarinnanLeikfélag AkurerarSaga JónsdóttirSaga Jónsdóttir
2006Hvað ef...?RegínaGunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson
2004Ólíver!Leikfélag AkureyrarLionel BartMagnús Geir Þórðarson
2004SvikÁ senunniHarold PinterEdda Heiðrún Backmann
2004StólarnirLeikfélag AkureyrarEugene IonescoMaría Reyndal
2003DraumalandiðLeikfélag AkureyrarIngibjörg HjartardóttirÞráinn Karlsson
2003EllingSögnIngvar AmbjørnsenBenedikt Erlingsson
2003Slavar!Leikfélag AkureyrarTony KushnerHalldór E. Laxness
2003Uppistand um jafnréttismálLeikfélag AkureyrarIngimar Oddsson o.fl.
2002Hversdagslegt kraftaverkLeikfélag AkureyrarÉvgeníj SchwartzVladimir Buchler
2002HamletLeikfélag AkureyrarWilliam ShakespeareSveinn Einarsson
2001Blessað barnalánLeikfélag AkureyrarKjartan RagnarssonÞráinn Karlsson
2001Ball í GúttóLeikfélag AkureyrarMaría ÁrdalMaría Árdal
2000GleðigjafarnirLeikfélag AkureyrarNeil SimonSaga Jónsdóttir
2000Tveir misjafnlega vitlausirLeikfélag AkureyrarAðalsteinn BergdalÞráinn Karlsson
2000Ég séDraumasmiðjanMargrét PétursdóttirMargrét Pétursdóttir
1999TöfratívolíRegínaBernhard GossGunnar Sigurðsson
1999Einar ÁskellMöguleikhúsiðGunilla Bergström, leikgerð Pétur EggerzBjarni Ingvarsson
1998Northern lightsRegínaFrederick HarrisonGunnar Sigurðsson
1997Draumsólir vekja migÍslenska leikhúsiðGyrðir Elíasson/Þórarinn EyfjörðÞórarinn Eyfjörð
1997Sporvagninn GirndLeikfélag AkureyrarTennessee WilliamsHaukur Gunnarsson
1996Nanna systirLeikfélag AkureyrarEinar Kárason og Kjartan RagnarssonAndrés Sigurvinsson
1996Dýrin í HálsaskógiLeikfélag AkureyrarTorbjörn EgnerIngunn Jensdóttir
1995Undir berum himniLeikfélag AkureyrarSteve TesichEyvindur Erlendsson
1995DrakúlaLeikfélag AkureyrarBram StokerMichael Scott
1993Góðverkin kallaLeikfélag AkureyrarÞorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson og Ármann GuðmundssonHlín Agnarsdóttir
1991Tjútt og tregiLeikfélag AkureyrarValgeir SkagfjörðValgeir Skagfjörð
1990SumardagurKaþarsis leiksmiðjaSławomir MrożekKári Halldór
1989Litli prinsinnKaþarsis leiksmiðjaAntoine de Saint-ExupéryKári Halldór
1988Fiðlarinn á þakinuLeikfélag AkureyrarJerry Bock, Sheldon Harnick og Joseph SteinStefán Baldursson
1987Piltur og stúlkaLeikfélag AkureyrarJón Thoroddsen og Emil ThoroddsenBorgar Garðarsson
1987Horft af brúnniLeikfélag AkureyrarArthur MillerTheodór Júlíusson
1987Einar ÁskellLeikfélag AkureyrarGunilla Bergström, leikgerðSoffía Jakobsdóttir
1987Hvenær kemurðu aftur, Rauðhærði riddari?Leikfélag AkureyrarMark MedoffStefán Baldursson
1987MarblettirLeikfélag AkureyrarBengt Ahlfors, Kristján frá Djúpalæk o.fl.Pétur Einarsson
1986KabarettLeikfélag AkureyrarChristopher Isherwood, John Kander og Fred EbbBríet Héðinsdóttir
1986Herra HúLeikfélag AkureyrarHannu MäkeläÞórunn Sigurðardóttir
1986Brennu-Njáls sagaútileikhús í Rauðhólumleikgerð: Helgi Skúlason og Helga BachmanHelgi Skúlason
1986TartuffeNemendaleikhúsiðJean Baptiste MoliéreRadu Penciulescu
1986Ó muna tíðNemendaleikhúsiðÞórarinn EldjárnKári Halldór
1985Hvenær kemurðu aftur, Rauðhærði riddariNemendaleikhúsiðMark MedoffStefán Baldursson

Leikstjórnarverkefni

ÁrLeiksýninghöfundurLeikfélag
2016SaumastofanKjartan RagnarssonFreyvangsleikhúsið
2012TjaldiðHallgrímur HelgasonLeikklúbburinn Saga
2007Þið munið hann JörundJónas ÁrnasonLeikfélag Hólmavíkur
2006Fyrir luktum dyrumJean Paul SartreH.O.M.M.A.
2005Ellý, alltaf góðÞorvaldur ÞorsteinssonÆvar Þór
2004Sweeney ToddChristopher BondLMA
2004Fjóla á ströndinniJoan MacLeodLeikfélagið Brynjólfur
2003Sex í sveitMarc CamolettiLeikfélag Hólmavíkur
2003Þrek og tárÓlafur Haukur SímonarsonLeikfélag Borgarness
2002GullbrúðkaupJökull JakobssonLeikfélag Akureyrar
2002Helena fagraOffenbachLeikhúskórinn
2001SígaunabaróninnJohan StraussLeikhúskórinn
2000Nornin Baba YagaÉvgeníj SchwartzLeikfélag Sauðárkróks
1999Blessað barnalánKjartan RagnarssonLeikfélag Patreksfjarðar
1999Svört kómedíaPeter ShafferLML
1999Á bleiku skýiCaryl ChurchillLeyndir draumar
1998Emil í KattholtiAstrid LindgrenLeikfélag Vestmannaeyja
1997Góðverkin kallaÞorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson og Ármann GuðmundssonLeikfélag Patreksfjarðar
1997Fenris IVleikstjóri og leikhópurinnnorrænt samstarf
1996Auga fyrir augaWilliam MastrosimoneLeikfélag Húsavíkur
1996Sumar á Sýrlandileikgerð leikstjóraFreyvangsleikhúsið
1996Á svið!Rick AbbottBúkolla
1995Litli prinsinn HamletbarnaleikritLeikklúbburinn Saga
1995Stútunga sagaÞorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson og Ármann GuðmundssonLeikfélag Patreksfjarðar
1994BlómarósirÓlafur Haukur SímonarsonLeikfélag Vestmannaeyja
1993Tobacco RoadErskine CaldwellLeikfélag Hólmavíkur
1991Karíus og BaktusTorbjörn EgnerFlensborg
1990KeiluspilSjónFlensborg
1989Betri er þjófur í húsiDario FoFjölbrautask við Ármúla
1988Hinn eini sanni SeppiTom StoppardLeikklúbburinn Saga
1987Mýs og mennJohn SteinbeckFreyvangsleikhúsið
1986Pæld'í'ðíHelma Hehrmann, Jürgen Flügge og Holger FrankeLeikklúbburinn Saga

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

ÁrKvikmynd/ÞátturHlutverkAthugasemdir og verðlaun
2011Tími nornarinnar
2003Áramótaskaupið 2003
2001Áramótaskaupið 2002
2002Gemsar
2001Áramótaskaupið 2001
2000Lifandi!Skjár 1
1995Nei er ekkert svarAngatýrJón Tryggvason
1992Sódóma ReykjavíkGrímurÓskar Jónasson
1990Ormur umrenningurKerlinginRÚV
1989Á sveimiumsjónarmRÚV
1988Hvað er á seyði?umsjónarmRÚV
1988M-hátíðumsjónarmRÚV

Hljómplötur

ÁrHeitiÚtgefandi
2015Íslenskar sálarrannsóknirSniglabandið
201025Sniglabandið
2009Jól meiri jólSniglabandið
2007Beztu sætinSniglabandið
2007VesturSniglabandið
2006RUV-topsSniglabandið
2000The Soul of the Great VikingHigh North
2000Tveir misjafnlega vitlausirLA
1999TöfratívolíRegína
19951985-1995Sniglabandið
1994Já, takksafnplata
1993Þetta stóra svartaSniglabandið
1991RativfláhgosnieðitálikkeðivmuteGSniglabandið
1990Rokk og jólsafnplata
1990Himpi gimpi gellaSniglabandið
1989Til hvers þarf maður konurSniglabandið
1988Jólastundsafnplata
1987Áfram veginn með meindýr í maganumSniglabandið
1986Fjöllin falla í haugaSniglabandið
1984Hvíta albúmiðLagavalsnefnd Bifhjólasamtaka lýðveldisins

Tengill

  Þetta æviágripsem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Skúli Gautason is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Skúli Gautason
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes