Skúli Gautason
Quick Facts
Biography
Skúli Gautason (f. 25. október 1959) er íslenskur leikari, leikstjóri, tónlistarmaður og menningarstjóri.
Skúli fæddist í Reykjavík og ólst upp í vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1979, nam tölvustjórn og forritun hjá IBM í Reykjavík 1981.
Hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1986 og réðist strax þá um haustið til starfa við Leikfélag Akureyrar. Hann hefur leikstýrt fjölda leiksýninga hjá áhugaleikfélögum um land allt og tveim sýningum við Leikfélag Akureyrar. Skúli hefur starfað sem menningar- og viðburðastjóri, m.a.hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ.Hann starfrækir menningarhús í hlöðunni sinni að Litla-Garði á Akureyri. Skúli hefur samið tónlist við leiksýningar og kvikmyndir
Skúli stundaði söngnám hjá Guðmundi Jónssyni og Alinu Dubik og hefur sungið í Háskólakórnum, Fílharmóníu og Hymnodíu.
Hann tók þátt í því að stofna Bifhjólasamtök lýðveldisins, Snigla árið 1984 og stofnaði hljómsveitina Sniglabandið ári síðar. Með Sniglabandinu hefur hann m.a. leikið í vinsælum útvarpsþáttum á Rás 2.
Skúli nam menningarstjórnun við háskólann á Bifröst og lauk MA-gráðu 2014. Hann hefur starfað við menningarstjónun frá árinu 2007, var m.a. viðburðastjóri á Höfuðborgarstofu og stýrði þar helstu viðburðum Reykjavíkurborgar s.s. Menningarnótt, Vetrarhátíð og Hátíð hafsins 2007-11. Hann fluttist norður og tók við starfi menningarfulltrúa í Hörgársveit og stýrði bæjarhátíðinni Ein með öllu 2011. Hann stjórnaði Miðaldadögum á Gásum um nokkurra ára skeið. Skúli starfaði sem framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Hjalteyrar ehf frá 2011-14, var framkvæmdastjóri Akureyrarstofu 2014-15. Hann starfaði sem sölu- og viðburðastjóri hjá Ambassador ehf 2016 og tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða í nóvember 2016.
Skúli hefur annars komið víða við, stundað sjómennsku, byggingarvinnu, verslunarstörf, leiðsögn og þjónusta við ferðamenn, ljósahönnun, hljóðblöndun og margt fleira.
Tónlist í kvikmyndum og leiksýningum
Ár | Leiksýning/kvikmynd | Leikfélag | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1999 | Töfratívolí | Regína | |
2000 | Ég sé | Draumasmiðjan | fyrir heyrandi jafnt sem heyrnarlausa |
2001 | Tveir misjafnlega vitlausir | Leikfélag Akureyrar | |
2003 | Búkolla | Leikfélag Akureyrar | |
2014 | Djákninn á Myrká | Leikfélag Hörgdæla |
Hlutverk á sviði
Ár | Leiksýning | Leikfélag | höfundur | leikstjóri |
---|---|---|---|---|
2012 | Ef ég væri jólasveinn | Leikfélag Akureyrar | Leikhópurinn | Sigríður Eir |
2012 | Borgarinnan | Leikfélag Akurerar | Saga Jónsdóttir | Saga Jónsdóttir |
2006 | Hvað ef...? | Regína | Gunnar Sigurðsson | Gunnar Sigurðsson |
2004 | Ólíver! | Leikfélag Akureyrar | Lionel Bart | Magnús Geir Þórðarson |
2004 | Svik | Á senunni | Harold Pinter | Edda Heiðrún Backmann |
2004 | Stólarnir | Leikfélag Akureyrar | Eugene Ionesco | María Reyndal |
2003 | Draumalandið | Leikfélag Akureyrar | Ingibjörg Hjartardóttir | Þráinn Karlsson |
2003 | Elling | Sögn | Ingvar Ambjørnsen | Benedikt Erlingsson |
2003 | Slavar! | Leikfélag Akureyrar | Tony Kushner | Halldór E. Laxness |
2003 | Uppistand um jafnréttismál | Leikfélag Akureyrar | Ingimar Oddsson o.fl. | |
2002 | Hversdagslegt kraftaverk | Leikfélag Akureyrar | Évgeníj Schwartz | Vladimir Buchler |
2002 | Hamlet | Leikfélag Akureyrar | William Shakespeare | Sveinn Einarsson |
2001 | Blessað barnalán | Leikfélag Akureyrar | Kjartan Ragnarsson | Þráinn Karlsson |
2001 | Ball í Gúttó | Leikfélag Akureyrar | María Árdal | María Árdal |
2000 | Gleðigjafarnir | Leikfélag Akureyrar | Neil Simon | Saga Jónsdóttir |
2000 | Tveir misjafnlega vitlausir | Leikfélag Akureyrar | Aðalsteinn Bergdal | Þráinn Karlsson |
2000 | Ég sé | Draumasmiðjan | Margrét Pétursdóttir | Margrét Pétursdóttir |
1999 | Töfratívolí | Regína | Bernhard Goss | Gunnar Sigurðsson |
1999 | Einar Áskell | Möguleikhúsið | Gunilla Bergström, leikgerð Pétur Eggerz | Bjarni Ingvarsson |
1998 | Northern lights | Regína | Frederick Harrison | Gunnar Sigurðsson |
1997 | Draumsólir vekja mig | Íslenska leikhúsið | Gyrðir Elíasson/Þórarinn Eyfjörð | Þórarinn Eyfjörð |
1997 | Sporvagninn Girnd | Leikfélag Akureyrar | Tennessee Williams | Haukur Gunnarsson |
1996 | Nanna systir | Leikfélag Akureyrar | Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson | Andrés Sigurvinsson |
1996 | Dýrin í Hálsaskógi | Leikfélag Akureyrar | Torbjörn Egner | Ingunn Jensdóttir |
1995 | Undir berum himni | Leikfélag Akureyrar | Steve Tesich | Eyvindur Erlendsson |
1995 | Drakúla | Leikfélag Akureyrar | Bram Stoker | Michael Scott |
1993 | Góðverkin kalla | Leikfélag Akureyrar | Þorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson og Ármann Guðmundsson | Hlín Agnarsdóttir |
1991 | Tjútt og tregi | Leikfélag Akureyrar | Valgeir Skagfjörð | Valgeir Skagfjörð |
1990 | Sumardagur | Kaþarsis leiksmiðja | Sławomir Mrożek | Kári Halldór |
1989 | Litli prinsinn | Kaþarsis leiksmiðja | Antoine de Saint-Exupéry | Kári Halldór |
1988 | Fiðlarinn á þakinu | Leikfélag Akureyrar | Jerry Bock, Sheldon Harnick og Joseph Stein | Stefán Baldursson |
1987 | Piltur og stúlka | Leikfélag Akureyrar | Jón Thoroddsen og Emil Thoroddsen | Borgar Garðarsson |
1987 | Horft af brúnni | Leikfélag Akureyrar | Arthur Miller | Theodór Júlíusson |
1987 | Einar Áskell | Leikfélag Akureyrar | Gunilla Bergström, leikgerð | Soffía Jakobsdóttir |
1987 | Hvenær kemurðu aftur, Rauðhærði riddari? | Leikfélag Akureyrar | Mark Medoff | Stefán Baldursson |
1987 | Marblettir | Leikfélag Akureyrar | Bengt Ahlfors, Kristján frá Djúpalæk o.fl. | Pétur Einarsson |
1986 | Kabarett | Leikfélag Akureyrar | Christopher Isherwood, John Kander og Fred Ebb | Bríet Héðinsdóttir |
1986 | Herra Hú | Leikfélag Akureyrar | Hannu Mäkelä | Þórunn Sigurðardóttir |
1986 | Brennu-Njáls saga | útileikhús í Rauðhólum | leikgerð: Helgi Skúlason og Helga Bachman | Helgi Skúlason |
1986 | Tartuffe | Nemendaleikhúsið | Jean Baptiste Moliére | Radu Penciulescu |
1986 | Ó muna tíð | Nemendaleikhúsið | Þórarinn Eldjárn | Kári Halldór |
1985 | Hvenær kemurðu aftur, Rauðhærði riddari | Nemendaleikhúsið | Mark Medoff | Stefán Baldursson |
Leikstjórnarverkefni
Ár | Leiksýning | höfundur | Leikfélag |
---|---|---|---|
2016 | Saumastofan | Kjartan Ragnarsson | Freyvangsleikhúsið |
2012 | Tjaldið | Hallgrímur Helgason | Leikklúbburinn Saga |
2007 | Þið munið hann Jörund | Jónas Árnason | Leikfélag Hólmavíkur |
2006 | Fyrir luktum dyrum | Jean Paul Sartre | H.O.M.M.A. |
2005 | Ellý, alltaf góð | Þorvaldur Þorsteinsson | Ævar Þór |
2004 | Sweeney Todd | Christopher Bond | LMA |
2004 | Fjóla á ströndinni | Joan MacLeod | Leikfélagið Brynjólfur |
2003 | Sex í sveit | Marc Camoletti | Leikfélag Hólmavíkur |
2003 | Þrek og tár | Ólafur Haukur Símonarson | Leikfélag Borgarness |
2002 | Gullbrúðkaup | Jökull Jakobsson | Leikfélag Akureyrar |
2002 | Helena fagra | Offenbach | Leikhúskórinn |
2001 | Sígaunabaróninn | Johan Strauss | Leikhúskórinn |
2000 | Nornin Baba Yaga | Évgeníj Schwartz | Leikfélag Sauðárkróks |
1999 | Blessað barnalán | Kjartan Ragnarsson | Leikfélag Patreksfjarðar |
1999 | Svört kómedía | Peter Shaffer | LML |
1999 | Á bleiku skýi | Caryl Churchill | Leyndir draumar |
1998 | Emil í Kattholti | Astrid Lindgren | Leikfélag Vestmannaeyja |
1997 | Góðverkin kalla | Þorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson og Ármann Guðmundsson | Leikfélag Patreksfjarðar |
1997 | Fenris IV | leikstjóri og leikhópurinn | norrænt samstarf |
1996 | Auga fyrir auga | William Mastrosimone | Leikfélag Húsavíkur |
1996 | Sumar á Sýrlandi | leikgerð leikstjóra | Freyvangsleikhúsið |
1996 | Á svið! | Rick Abbott | Búkolla |
1995 | Litli prinsinn Hamlet | barnaleikrit | Leikklúbburinn Saga |
1995 | Stútunga saga | Þorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson og Ármann Guðmundsson | Leikfélag Patreksfjarðar |
1994 | Blómarósir | Ólafur Haukur Símonarson | Leikfélag Vestmannaeyja |
1993 | Tobacco Road | Erskine Caldwell | Leikfélag Hólmavíkur |
1991 | Karíus og Baktus | Torbjörn Egner | Flensborg |
1990 | Keiluspil | Sjón | Flensborg |
1989 | Betri er þjófur í húsi | Dario Fo | Fjölbrautask við Ármúla |
1988 | Hinn eini sanni Seppi | Tom Stoppard | Leikklúbburinn Saga |
1987 | Mýs og menn | John Steinbeck | Freyvangsleikhúsið |
1986 | Pæld'í'ðí | Helma Hehrmann, Jürgen Flügge og Holger Franke | Leikklúbburinn Saga |
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
2011 | Tími nornarinnar | ||
2003 | Áramótaskaupið 2003 | ||
2001 | Áramótaskaupið 2002 | ||
2002 | Gemsar | ||
2001 | Áramótaskaupið 2001 | ||
2000 | Lifandi! | Skjár 1 | |
1995 | Nei er ekkert svar | Angatýr | Jón Tryggvason |
1992 | Sódóma Reykjavík | Grímur | Óskar Jónasson |
1990 | Ormur umrenningur | Kerlingin | RÚV |
1989 | Á sveimi | umsjónarm | RÚV |
1988 | Hvað er á seyði? | umsjónarm | RÚV |
1988 | M-hátíð | umsjónarm | RÚV |
Hljómplötur
Ár | Heiti | Útgefandi | |
---|---|---|---|
2015 | Íslenskar sálarrannsóknir | Sniglabandið | |
2010 | 25 | Sniglabandið | |
2009 | Jól meiri jól | Sniglabandið | |
2007 | Beztu sætin | Sniglabandið | |
2007 | Vestur | Sniglabandið | |
2006 | RUV-tops | Sniglabandið | |
2000 | The Soul of the Great Viking | High North | |
2000 | Tveir misjafnlega vitlausir | LA | |
1999 | Töfratívolí | Regína | |
1995 | 1985-1995 | Sniglabandið | |
1994 | Já, takk | safnplata | |
1993 | Þetta stóra svarta | Sniglabandið | |
1991 | RativfláhgosnieðitálikkeðivmuteG | Sniglabandið | |
1990 | Rokk og jól | safnplata | |
1990 | Himpi gimpi gella | Sniglabandið | |
1989 | Til hvers þarf maður konur | Sniglabandið | |
1988 | Jólastund | safnplata | |
1987 | Áfram veginn með meindýr í maganum | Sniglabandið | |
1986 | Fjöllin falla í hauga | Sniglabandið | |
1984 | Hvíta albúmið | Lagavalsnefnd Bifhjólasamtaka lýðveldisins |
Tengill
- Skúli Gautason á Internet Movie Database