peoplepill id: oloef-palsdottir
ÓP
Iceland
1 views today
1 views this week
Ólöf Pálsdóttir
Icelandic sculptor

Ólöf Pálsdóttir

The basics

Quick Facts

Intro
Icelandic sculptor
Places
Work field
Gender
Female
Age
97 years
Family
Education
Commercial College of Iceland
The details (from wikipedia)

Biography

Ólöf Pálsdóttir (14. apríl 1920 - 21. febrúar 2018) var íslenskur myndhöggvari sem vann bæði hér á landi og erlendis. Ólöf var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1970 og kjörin heiðursfélagi Konunglega breska myndhöggvarafélagsins árið 1987.

Ævi og menntun

Ólöf Pálsdóttir fæddist þann 14. apríl árið 1920 í Hólavöllum við Landakotstúnið. Hún fæddist inn í mikla prestaætt, en afi hennar var Ólafur Ólafsson prófastur í Hjarðarholti í Dölum og var Ólöf skírð í höfuðuð á honum. Faðir Ólafar var Páll Ólafsson og móðir hennar var Hildur Stefánsdóttir, sem einnig var dóttir prests. Ólöf var næst yngst í fimm systkina hópi og kom af efnuðu heimili, en faðir hennar var ræðismaður, framkvæmdarstjóri útgerðarfélaga og einn af stærstu landeigendum í Reykjavík. Hann átti til að mynda Laugaland, þar sem nú er Laugardalshöllin, og fimm jarðir á Kjalarnesi svo dæmi séu tekin. Það var mikið lagt upp úr menningu og tónlist á æskuheimili Ólafar og lærði hún sjálf á hljóðfæri þegar hún var yngri, þó að hún hafi ekki haldið því áfram þegar hún varð eldri.

Ólöf stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands, en seinna meir sagðist hún þó hafa meiri áhuga á sögu og tungumálum heldur en bókfærslu og verslunarrétti. Örlögin bundu enda á skólagöngu hennar í Verzlunarskólanum þegar seinni heimsstyrjöldin skall á. Ólöf ákvað að fylgja föður sínum til Færeyja þar sem hann rak stóra verksmiðju, en í Færeyjum upplifði hún miklar loftárásir nasista á Þórshöfn. Faðir Ólafar varð síðar fyrsti ræðismaður Íslands í Færeyjum. Eftir stríðið flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Danmerkur.

Ólöf hlaut góða menntun í myndlist en hún hóf myndlistanám hjá prófessor Bachman í Árósum árið 1945. Síðar stundaði hún nám í Fredriksberg Tekniske Skole í Kaupmannahöfn hjá prófessor Utzon Frank á árunum 1947 til 1949, svo í Det Kongelige danske Kunstakademi í Kaupmannahöfn. Einnig stundaði hún um tíma nám í Egyptalandi og var nemandi hins virta og heimsfræga prófessor Rames Wissa Wassef og svo í Rómarborg við Academia di Danmarcia for Videnskab og Kunst.

Ólöf giftist Sigurði Bjarnasyni en hann var ritstjóri Morgunblaðsins í mörg ár, sat á Alþingi um árabil og var sendiherra í fjölmörgum löndum svo sem Bretlandi, Danmörku, Nígeríu og var til að mynda fyrsti sendiherra Íslands í Kína. Þau eignuðust saman tvö börn, þau Hildi Helgu og Ólaf Pál.

Ferill

Ólöf Pálsdóttir ákvað snemma að verða myndhöggvari og var brautryðjandi í þeirri stétt hér á landi. Hún fékk áhuga á þessu fagi í gegnum bókmenntir, og fór ung að kaupa sér alls kyns myndhöggvarabækur. Á meðan Ólöf var sendiherrafrú reyndi hún að kynna íslenskt menningarlíf ásamt gestgjafastörfum, og í Kaupmannahöfn stóð hún t.d. fyrir listsýningu íslenskra kvenna í húsi Jóns Sigurðssonar. Hún var einnig beðin um að vera verndari sýningar í Taastrup Kulturcenter, þar sem hún tók líka sjálf þátt sem eini myndhöggvarinn. Auk þess stóð hún fyrir ýmsum tónleikum og hélt fyrirlestra.

Í janúar árið 1955 fékk Ólöf verðlaun, gullmedalíu Hins konunglega listaháskóla í Kaupmannahöfn. Medalíunni fylgdi námsstyrkur, og aðeins einn íslenskur myndhöggvari hafði fengið þau áður. Verðlaunin fékk hún fyrir myndastyttu sína af ungum manni í líkamsstærð, sem hún kallaði ,,Sonur”. Myndastyttan var hugsuð sem tákn íslenskrar æsku og var tileinkuð móður hennar. Árið 2014 var styttunni komið fyrir í Hljómskálagarðinum í þyrpingu höggmynda sem nefnist Perlufesti. Þar er að finna fleiri verk eftir frumkvöðla í íslenskri skúlptúrgerð.

Á þessum árum mótaði Ólöf ýmis önnur verk, m.a. brjóstmynd af Halldóri Laxness sem hún gerði að beiðni Ragnars Jónssonar í Smára. Hann gaf Þjóðleikhúsinu hana á 70 ára afmæli skáldsins. Ólöf gerði einnig höggmynd af Erling Blöndal Bengtson sellóleikara, sem hún segir hafa verið mjög skemmtilegt verkefni.

Árið 1970 var Ólöf sæmd hinni íslensku fálkaorðu, og einnig var hún kjörin heiðursfélagi Konunglega breska myndhöggvarafélagsins árið 1987.

Helstu sýningar

  • Mayfair, árið 1982 í Bretlandi.
  • Islington Town Hall, árið 1977 í Bretlandi.
  • Tåstrup Kultur Centrum, árið 1973 í Danmörku.
  • Kettle’s Yard, árið 1971 í Bretlandi.
  • Þórshöfn, árið 1961 í Færeyjum.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Ólöf Pálsdóttir is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Ólöf Pálsdóttir
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes