peoplepill id: olafur-bjoernsson-2
ÓB
Iceland
1 views today
1 views this week
Ólafur Björnsson
Icelandic politician

Ólafur Björnsson

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Ólafur Björnsson (2. febrúar 1912 – 22. febrúar 1999) var prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og höfundur fjöldamargra bóka og rita um hagfræði. Ólafur hneigðist sterklega að frjálshyggju og var lítt hrifinn af ríkisafskiptum.

Ævi

Ólafur fæddist í Hjarðarholti í Dölum, faðir hans var séra Björn Stefánsson og móðir hans Guðrún Ólafsdóttir. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1931, nam lögfræði í eitt ár við Háskóla Íslands því næst en hélt síðan til Kaupmannahafnar þaðan sem hann lauk háskólanámi í hagfræði 1938. Hann kenndi við viðskipta- og lagadeild Háskóla Íslands sem dósent á árunum 1942-1948, þaðan af sem prófessor allt fram að 1982. Hann kenndi einnig stundakennslu við Verslunarskóla Íslands á árunum 1948—1967. Hann sat í bæjarstjórn Reykjavíkur árin 1950-58 og á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1956-71. Formaður BSRB 1948-1956. Formaður Íslandsdeildar norrænu menningarmálanefndarinnar frá 1953 og formaður nefndarinnar í heild 1961 auk þess sat hann á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1967.

Ólafur átti sæti í fjölmörgum opinberum nefndum og ráðum í gegnum tíðina, m.a. í undirbúningsnefndum mikilvægra lagafrumvarpa og í milliþinganefndum. Eftir hann liggja ótal ritverk í fræðigrein hans, þjóðhagfræði, og á tengdum sviðum auk þess sem hann hefur þýtt kunn fræðirit erlendra höfunda. Eitt þekktasta verk hans er „Þjóðarbúskapur Íslendinga“, sem hefur birst í tveim útgáfum, og er það grundvallarrit á sínu sviði. Ólafur hreifst sérstaklega af kenningum Friedrich von Hayeks og þýddi kafla úr bók hans Leiðin til ánauðar. Árið 1986 var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í tilefni 75 ára afmælishátíðar Háskóla Íslands.

Hann giftist Guðrúnu Aradóttur og eignaðist með henni þrjá syni: Ara Helga (1946), Björn Gunnar (1949) og Örnólf Jónas (1951).

Verk

  • Hagfræði (1951)
  • Þjóðarbúskapur Íslendinga (1952)
  • Haftastefnu eða kjarabótastefnu (1953)
  • Frjálshyggja og alræðishyggja (1978)
  • Saga Íslandsbanka hf. og Útvegsbanka Íslands 1904-1980 (1981)

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Ólafur Björnsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Ólafur Björnsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes