peoplepill id: magnus-kjartansson-1
MK
1 views today
1 views this week
Magnús Kjartansson

Magnús Kjartansson

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Magnús Jón Kjartansson (f. 6. júlí 1951) er íslenskur tónlistarmaður.

Magnús ólst upp í Keflavík. Foreldrar hans voru Kjartan Henry Finnbogason (1928 – 2005) og kona hans, Gauja Guðrún Magnúsdóttir (1931-2017). Magnús stundaði tónlistarnám í Tónlistarskóla Keflavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Herbert H. Ágústssyni og Ragnari Björnssyni. Frá árinu 1966 hefur Magnús verið tónlistarmaður að aðalstarfi. Hann hefur leikið með mörgum hljómsveitum (aðallega á hljómborð, píanó og trompet), verið útsetjari og upptökustjóri og samið eigin tónlist. Hann hefur starfað mikið að málefnum FTT og STEF og verið formaður í báðum félögunum.

Magnús gekk 28. febrúar 1971 að eiga Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur (f. 1951). Þau áttu frá 1980 heima í Hafnarfirði.Magnús starfaði um tíma að bæjarmálum þar.

Nokkrar hljómsveitir, sem Magnús hefur leikið með

  • Drengjalúðrasveit Keflavíkur
  • Echo
  • Nesmenn
  • Óðmenn
  • Júdas
  • Trúbrot
  • Blues Company
  • Mannakorn
  • Brunaliðið
  • Brimkló
  • Haukar
  • HLH flokkurinn
  • Hljómsveit Björgvins Halldórssonar
  • Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar
  • Sléttuúlfarnir
  • Axel Ó & C
  • The Vintage Caravan

Lög sem Magnús er höfundur að

  • Skólaball með Brimkló. Höfundur lags og texta
  • Einskonar ást með Brunaliðinu. Höfundur lags
  • Eitt lítið jólalag með Birgittu Haukdal. Höfundur lags og texta
  • In the Country með Trúbrot. Meðhöfundur lags og texta
  • Lítill drengur með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Höfundur lags
  • Svefnljóð með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Höfundur lags
  • Tónlistin minnir á þig með Brimkló. Höfundur lags

Tilvísanir

  1. Morgunblaðið 4. mars, 5. mars og 24. mars 2005.
  2. Marta Valgerður Jónsdóttir og fleiri: „Minningar frá Keflavík", Keflavík í byrjun aldar I, bls 171, Reykjavík 1989.
  3. Morgunblaðið 24. október 2010, bls. 43.

Heimildir, ítarefni

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Magnús Kjartansson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Magnús Kjartansson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes