peoplepill id: laurentius-mule
LM
1 views today
1 views this week
Laurentius Mule

Laurentius Mule

The basics

Quick Facts

Gender
Male
The details (from wikipedia)

Biography

Laurentius Mule eða Lauritz Múli var danskur hirðstjóri á Íslandi um miðja 16. öld og er þekktastur fyrir það að Jón Arason Hólabiskup rak hann úr Viðey og hrakti hann úr landi.

Mule varð hirðstjóri árið 1547, þegar Kristján konungur 3. leigði valdamönnum Kaupmannahafnar alla tolla og tekjur af Íslandi, en Mule mun hafa verið einn þeirra. Hann kom til landsins sama ár og settist að í Viðey, en Danir höfðu lagt klaustrið undir sig nokkru fyrr. Bæði árið 1549 og 1550 fól Kristján konungur honum bréflega að fanga Jón Arason, sem hann hafði lýst friðlausan og útlægan, og í bréfi sem konungur sendi Daða Guðmundssyni í Snóksdal og Pétri Einarssyni mági hans snemma árs 1550 gaf hann þeim fyrirmæli um að styrkja þar til sinn befalingsmann yfir Íslandi, Lauritz Múla, svo hans kónglega majestet neyddist ekki til að senda hingað sitt stríðsfólk, landinu og almúganum til stórs skaða.

Á Alþingi 1550 réðu Jón Arason og synir hans öllu sem þeir vildu og voru mjög yfirgangssamir. Ari lögmaður, sonur Jóns, taldi í sjóð silfur sem hann átti að gjalda hirðstjóranum og keyrði á nasirnar á honum og sagði honum að éta. Að þingi loknu riðu þeir feðgar fyrst til Skálholts en síða til Viðeyjar og ráku þaðan Mule hirðstjóra og aðra Dani, svo að þeir hröktust út á skip sem þar lá fyrir utan, og Jón biskup endurreisti klausturlifnað og vígði klaustrið að nýju. Um þetta orti Jón:

Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur,
víða trú'ég hann svamli
hinn gamli.
Við Dani var hann djarfur og hraustur
dreifði þeim á flæðarflaustur
með brauki og bramli.

Mule hirðstjóri sigldi utan með skipinu sem hann hafði flúið í og kom ekki aftur til Íslands, en umboðsmaður hans var Kristján skrifari.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Laurentius Mule is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Laurentius Mule
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes