peoplepill id: kristinn-agust-fridfinnsson
KÁF
Iceland
1 views today
1 views this week
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Icelandic actor

Kristinn Ágúst Friðfinnsson

The basics

Quick Facts

Intro
Icelandic actor
A.K.A.
Kristinn Ágúst Fridfinnsson
Places
Gender
Male
Age
71 years
The details (from wikipedia)

Biography

Kristinn Ágúst Friðfinnsson (f. 27. ágúst 1953 í Reykjavík) er prestur og sáttamiðlari hjá Þjóðkirkjunni.

Uppruni, fjölskylda og menntun

Foreldrar Kristins voru hjónin Ósk Sophusdóttir (f. 1930) og Friðfinnur Kristinsson (1926 - 1982). Maki Kristins er Anna Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur (f. 1955). Börn þeirra: Friðfinnur Freyr viðskiptafræðingur (f. 1980), Melkorka Mjöll BA í heimspeki, lögfræðinemi (f. 1981), Magnús Már verkfræðinemi (f. 1986) og Kolbeinn Karl viðskiptafræðingur, MA frá CBS í Kaupmannahöfn (f. 1987).

Kristinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1975, lærði einsöng við Tónlistarskólann í Reykjavíkur 1975 - 1978 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1981. Lokaritgerð hans fjallaði um félagslega siðfræði. Hann annaðist um tíma á námsárunum aðstoðað í Hveragerðis- og Selfossprestaköllum. Kristinn stundaði einnig framhaldsnám í sifjarétti, trúarlífssálarfræði, sálgæslufræði og klínískri samtalstækni. Hann stundar nú mastersnám í sáttamiðlunarfræðum við Kaupmannahafnarháskóla.

Helstu störf

Kristinn kenndi alls fjögur ár siðfræði við Þroskaþjálfaskóla Íslands en síðar tungumál á Selfossi, auk þess að halda námskeið, flytja fyrirlestra og leiðbeina við Þingborgarskóla. Hann fékkst við fréttaritun og dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið 1978-1984 en síðar hjá Útvarpi Suðurlands. Hann var sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði 1981-1984, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar 1984 - 1985 og vann við tryggingaráðgjöf 1986-1988. Hann gegndi í forföllum sem sóknarprestur í Seljaprestakalli í Reykjavík 1988, í Dómkirkjunni í Reykjavík 1989 og á Selfossi 1994. Var aðstoðarprestur í Árbæjarkju 1989-1991 og hefur annast helgihald í safnkirkju Árbæjarsafns í Reykjavík frá 1989, sóknarprestur í Hraungerðisprestakalli í Árnessýslu frá 1991 og þjónaði einnig Laugardælum og Villingaholti. 2009 bættist Selfosssókn við prestakall hans, sem þá fékk nafnið Selfossprestakall. Kristinn var trúnaðarmaður fatlaðra á Suðurlandi frá 1993-2011. Hann hefur nokkrum sinnum verið settur meðdómandi í héraði í sifjaréttarmálum. Frá október 2014 hefur hann sinnt sálgæslu og sáttamiðlun á vegum Biskupsstofu. Hann hefur um árabil haldið regluleg námskeið og fyrirlestra fyrir ríkisstofnanir og félagasamtök um átakastjórnun, sáttamiðlun, samtalstækni, sjálfsstyrkingu, leiðir til að bæta andrúmsloft á vinnustöðum og takast á við erfiða einstaklinga.

Félags- og trúnaðarstörf

Kristinn var forseti Nemendafélags MH, sat í Stúdentaráði HÍ og í stjórn þess, var fulltrúi stúdenta í háskólaráði, annaðist samskipti milli nemenda og Happdrættis H.Í., sat í hönnunarnefnd Odda, kennslu- og rannsóknarnefnd háskólaráðs, svo fátt eitt sé nefnt. Hann var allmörg ár stjórnarmaður í Æskulýðssambandi Íslands og varaformaður í Æskulýðsráði Reykjavíkur, formaður í nefnd um rekstur æskulýðsmiðstöðvarinnar Bústaða, fulltrúi á ráðstefnum og fundum um námsmanna- og æskulýðsmál, m.a. í Evrópuráði æskunnar í Hollandi 1979 og höfuðborgarráðstefna Norðurlanda um æskulýðsmál 1980 og fulltrúi á Evrópuþingi presta í Ungverjalandi 1994. Sat í æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar 1981-1984. Ráðherraskipaður 1983 í undirbúningsnefnd Alþjóðaárs æskunnar 1985. Í stjórn Prestafélags Íslands 1992-1998, varaformaður um tíma, en lengst af kjarafulltrúi. Beitti sér fyrir endurskoðun á siðareglum presta. Skipaður 1995 í nefnd á vegum dóms- og kirkjumálaráðherra um aukatekjur presta. Formaður Sunddeildar Ungmennafélags Selfoss og í aðalstjórn UMFS frá 1999. Tók 1998 við umhverfisverðlaunum Árborgar fyrir hönd Sunddeildarinnar, en sjálfur hafði Kristinn tekið þátt í götuhreinsun á vegum hennar. Sat einnig í mörgum öðrum nefndum hjá hinu opinbera og félagasamtökum.

Leiklistarferill og ritstörf

Kristinn hefur komið fram í að minnsta kosti 20 kvikmyndum. Hann lék í Hvítum mávum (1985), ferjumanninn í Börnum náttúrunnar (1991), læriföður í Myrkrahöðingjanum (2000), prestinn í 101 Reykjavík (2000), prest í myndinniMýrin (2006), stuttmynd byggðri á þjóðsögu um niðurkvaðningu draugs í Villingaholtskirkjugarði (2004), í Bjólfskviðu (2006), Den brysomme mannen (2006), Reykjavik Whale Watching Massacre (2009), Hótel jörð (2009), Óróa (2010), Kurteisu fólki (2011), Borgríki (2011), Rétti, framhaldsþættir í sjónvarpi (2012), Hreinu hjarta, heimildarmynd (2012) og fleiri myndum.

Kristinn hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit, meðal annars í Kirkjuritið og Þroskahjálp. Hann þýddi tvær víðlesnar bækur eftir Norman Vincent Peale: Fjársjóður jólanna (1993) og Máttur bænarinnar (1994, 2000). Hann var ritstjóri Orðsins 12. - 13. árg. 1977 - 1979, ritstýrði og sá um útgáfu á Fréttabréfi Húseigendafélagsins og sat í ritnefnd Kirkjuritsins.

Tilvísanir

Ítarefni

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Kristinn Ágúst Friðfinnsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes