peoplepill id: ketill-joerundarson
KJ
1 views today
4 views this week
Ketill Jörundarson

Ketill Jörundarson

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Birth
Age
67 years
The details (from wikipedia)

Biography

Ketill Jörundarson (1603 – júlí 1670) var heyrari í Skálholtsskóla, skólameistari í þrjá mánuði 1635 en varð að víkja fyrir lærðari manni. Hann var svo prestur í Hvammi í Hvamssveit um þrjátíu ára skeið. Hann var sagður vel lærður og að öllu ágætismaður.

Ketill var sonur Jörundar Hálfdanarsonar bryta í Skálholti og bónda í Efstadalog konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Hann fór í Skálholtsskóla tólf ára að aldri og útskrifaðist þaðan 1620. Hann varð svo heyrari við skólann 17 ára að aldri en fór utan 1622 og var eitt ár í Kaupmannahafnarháskóla. Hann kom aftur heim 1623 með mjög góðan vitnisburð frá kennurum sínum, varð aftur heyrari til 1631. Þá fór hann utan með Gísla Oddsyni, þegar hann fór til Kaupmannahafnar að fá biskupsvígslu, en kom ári síðar og tók aftur við heyrarastarfinu. Þegar Jón Arason lét af skólameistarastarfi 1635 varð Ketill skólameistari en aðeins þremur mánuðum síðar kom Björn Snæbjörnsson og gerði tilkall til starfsins. Gísli biskup vildi halda Katli en varð að láta Björn fá skólameistarastöðuna þar sem hann hafði lokið háskólaprófi, sem Ketill hafði ekki gert. Hann varð þá enn einu sinni heyrari við skólann.

Árið 1638 var Ketill vígður prestur að Hvammi í Hvammssveit og gegndi því starfi til 1668. Hann varð prófastur 1656 en sagði því af sér vegna veikinda 1667. Kona hans var Guðlaug Pálsdóttir Erasmussonar Villadtssonar. Börn þeirra voru Guðrún móðir Árna Magnússonar prófessors, Halldóra og séra Páll prestur í Hvammi og á Staðarstað.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Ketill Jörundarson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Ketill Jörundarson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes