peoplepill id: kai-von-ahlefeldt
KVA
Sweden
1 views today
1 views this week
Kai von Ahlefeldt

Kai von Ahlefeldt

The basics

Quick Facts

Places
Gender
Male
Place of death
Uppsala, Uppsala Municipality, Uppsala County, Sweden
The details (from wikipedia)

Biography

Kai von Ahlefeldt (d. 6. apríl 1520) var hirðstjóri á Íslandi snemma á 16. öld. Hann var af gamalli holsteinskri aðalsætt (von Ahlefeldt eða Anevelde), sem enn er til í Danmörku. Aðrar útgáfur af nafninu sem finnast í fornbréfum eru til dæmis Onhefeld, Aneffelde, Aleveldhe, Alefeldæ, Anefelld, Ánifell og Heinfull og fornafnið er skrifað Cai, Kay, Key, Keyæ, Kæi, Kiær og jafnvel Kieghe.

Kai von Ahlefeldt er fyrst getið í bréfum sumarið 1503 og hefur hann líklega fengið hirðstjórn það ár. Hann er enn á landinu 1504 því 13. júlí það ár skrifar hann upp á skuldaviðurkenningu þess efnis að hann hafi fengið þrjár lestir skreiðar lánaðar hjá Stefáni biskupi, en skreiðin var hluti af tekjum páfastóls af Skálholtsbiskupsdæmi, og lofaði hirðstjórinn að endurgreiða umboðsmanni heilagrar Rómarkirkju skilvíslega.

Á fundi í Kaupmannahöfn 17. júlí 1505 dæmdi norska ríkisráðið Kai von Ahlefeldt frá hirðstjórn á Íslandi vegna þess að hann hafði farið frá landinu án vilja konungs, gerst þjónn annarra á meðan hann var fógeti á Íslandi, hafði ekki gegnt stefnu konungs og hafði ekki skilað páfafénu.

Kai von Ahlefeldt féll vorið 1520 í orrustu við Uppsali í Svíþjóð.

Heimildir

  • Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
  • Íslenskt fornbréfasafn, 7. bindi, Reykjavík 1903-1907.


Hirðstjóri
Hirðstjóri
(1503 – 1505)
(1503 – 1505)


The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Kai von Ahlefeldt is in following lists

By work and/or country

comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Kai von Ahlefeldt
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes