Ingibjorg Azima Gudlaugsdottir
Quick Facts
Biography
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir (f. 18.1.1973) er tónskáld og básúnuleikari. Foreldrar hennar eru Guðlaugur Jón Bjarnason listmálari og Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur. Ingibjörg lagði stund á nám í básúnuleik við tónlistarháskólann í Gautaborg, 1995 - 2000. Síðar lauk hún einnig námi í kórstjórn frá Uppsalaháskóla 2007 - 08. Ingibjörg hefur starfað sem básúnuleikari og kennari, kórstjóri, lúðrasveitarstjórnandi og tónskáld í Svíþjóð og á Íslandi. Ingibjörg Azima sækir efnivið í tónsmíðar sínar einkum í íslenskan skáldskap. Áberandi ljóðrænn og þjóðlegur blær einkennir því verk hennar í bland við nútímalegar hljómsetningar. Hún hefur samið tónlist við ljóð fjölmargra íslenskra ljóðskálda sem flutt hefur verið á fjölda tónleika og tónlistarhátíða á Íslandi og í Svíþjóð.
Árið 2015 sendi hún frá sér hljómdiskinn Vorljóð á ýli, lög við níu ljóð ömmu sinnar Jakobínu Sigurðardóttur.
Eiginmaður Ingibjargar er Hörður Bragason organisti og kórstjóri.