Ingibjörg Sturludóttir
Quick Facts
Biography
Ingibjörg Sturludóttir (f. 1240) var dóttir Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og Helgu Þórðardóttur konu hans. Faðir hennar og Gissur Þorvaldsson ákváðu sumarið 1253 að hún skyldi giftast Halli, elsta syni Gissurar, sem líklega var þá átján ára, til að tryggja sættir Sturlunga og Haukdæla. Brúðkaup þeirra var haldið á Flugumýri 18. október 1253 en er veislunni var lokið og flestir gestir farnir heim komu óvinir Gissurar og brenndu bæinn. Hallur brúðgumi, bræður hans báðir og móðir þeirra fórust í Flugumýrarbrennu en Ingibjörg bjargaðist naumlega því einn brennumanna, Kolbeinn grön Dufgusson, sem var frændi hennar, sótti hana inn í eldinn og bar hana til kirkju.
Ingibjörg giftist síðar (9. nóvember 1259) Þórði Þorvarðarsyni í Saurbæ í Eyjafirði.