peoplepill id: hugo-gering
HG
Germany
1 views today
1 views this week
The basics

Quick Facts

Intro
German germanist
Places
Gender
Male
Place of birth
West Prussia, Kingdom of Prussia, German Empire
Place of death
Kiel, Schleswig-Holstein, Germany
Age
77 years
The details (from wikipedia)

Biography

Hugo Gering – (21. september 1847 – 3. febrúar 1925 í Kiel) – var þýskur miðaldafræðingur sem fékkst við germönsk fræði á víðum grunni. Hann var lengst prófessor í Háskólanum í Kiel. Þekktustu verk hans eru þýðingar á Eddukvæðum (1892) og Bjólfskviðu (1906).

Hugo Gering fæddist í Heinrichsberg í Vestur-Prússlandi (nú í Póllandi). Hann stundaði háskólanám í Leipzig og Bonn, einkum í málvísindum, heimspeki og sagnfræði. Eftir þátttöku í þýsk-franska stríðinu 1870–1871 fór hann í Háskólann í Halle an der Saale, þar sem hann lauk doktorsprófi 1873 með ritgerðinni Über den syntaktischen Gebrauch der Participia im Gotischen.

Í Halle fékkst hann fyrst við fornháþýsku en síðar hneigðist hugur hans að íslenskum fræðum. Hann varð dósent í Háskólanum í Halle 1883. Árið 1889 varð hann prófessor í norrænum fræðum í Háskólanum í Kiel (tók við af Theodor Möbius), og starfaði þar uns hann fór á eftirlaun 1921. Kennslugreinar hans þar voru norræn fræði, germönsk textafræði, gotneska, forn- og miðháþýska og fornenska.

Árið 1892 hófu þeir Hugo Gering, Eugen Mogk og Gustaf Cederschiöld útgáfu á ritröðinni Altnordische Saga-Bibliothek. Þetta er vönduð útgáfa á íslenskum fornsögum með fræðilegum formálum og skýringum neðanmáls, með sama sniði og tíðkast hafði við útgáfu á latneskum og grískum fornritum. Safnið varð alls 18 bindi (1892–1929), og var ætlað háskólanemendum og þeim sem vildu læra tilsagnarlaust.

Árið 1888 varð Gering ritstjóri Zeitschrift für deutsche Philologie (stofnað 1868), og birti þar fjölda fræðilegra greina. Hann var nákvæmur og vandaður fræðimaður.

Hugo Gering kom til Íslands þegar hann var um sextugt til þess að hafa persónuleg kynni af landi og þjóð. Hann var fjölskyldumaður en missti son sinn í fyrri heimsstyrjöldinni.

Helstu rit (úrval)

  • Die Kausalsätze und ihre Partikeln bei den althochdeutschen Übersetzern des achten und neunten Jahrhunderts, 1876. — Ritgerð til hæfnisprófs í háskólakennslu.
  • „Der Beowulf und die isländische Grettissaga“. — Úrtak úr Anglia, Halle 1879, 74–87.
  • „Die Rhythmik des Ljóðaháttr“. — Sérpr. úr Zeitschrift für deutsche Philologie 1902, 162–234.
  • „August Theodor Möbius“. — Úrtak úr Zeitschrift für deutsche Philologie 1904, 457–470. — Með Konrad Maurer. Æviágrip og ritaskrá Möbiusar.
Útgáfur
  • Finnboga saga hins ramma, Halle an der Saale 1879.
  • Ölkofra þáttur, Halle 1880.
  • Islendzk æventyri. Isländische Legenden, Novellen und Märchen 1–2, Halle 1882–1883. — Miðaldaævintýri eða dæmisögur, m.a. eftir Jón Halldórsson biskup í Skálholti.
  • Kvæþa-brot Braga ens gamla Boddasonar, Halle 1886.
  • Drauma-Jóns saga, Halle 1893. — Sérpr. úr Zeitschrift für deutsche Philologie, 26.
  • Eyrbyggja saga, Halle 1897. — Altnordische Saga-Bibliothek 6.
  • Hugsvinnsmál. Eine altisländische Übersetzung der Disticha Catonis, Kiel 1907.
  • Die Lieder der Edda, 1–3, Halle 1888, 1903 og 1927–1931. — Barend Sijmons gaf út 1. bindið (íslenska textann). Hugo Gering tók saman 2. bindið (orðasafn) og 3. bindið (skýringar á þýsku), sem kom út í tvennu lagi eftir að hann dó.
Orðasöfn
  • Glossar zu den Liedern der Edda (Sæmundar Edda), Paderborn 1887.
  • Vollständiges Wörterbuch zu den Liedern der Edda, Halle 1903. — Annað bindi í Eddukvæðaútgáfu Hugos Gerings og B. Sijmons (1888–1931).
Þýðingar
  • Die Edda. die Lieder der sogenannten älteren Edda, nebst einem Anhang: Die mythischen und heroischen Erzählungen der Snorra Edda, Leipzig 1892.
  • Beowulf nebst dem Finnsburg-bruchstück, Heidelberg 1906.

Grein

  • Hans Fix: Gudbrand Vigfusson, Hugo Gering, and German Scholarship: Or, A Friendship Distroyed. in Frederic Amory in Memoriam. Old Norse-Icelandic Studies, edd. John Lindow & George Clark. Berkeley - Los Angeles: North Pinehurst Press 2015, S. 269-302. ISBN 978-0692520161

Heimildir

  • Gustaf Cederschiöld: Briefe an Hugo Gering und Eugen Mogk. Unter Mitarbeit v. Birgit Hoffmann hrsg. v. Hans Fix (Saarbrücken, AQ-Verlag, 2016, 630 S. ISBN 978-3-942701-23-5)
The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Hugo Gering is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Hugo Gering
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes