peoplepill id: hinrik-kepken
HK
1 views today
1 views this week
The basics

Quick Facts

Gender
Male
The details (from wikipedia)

Biography

Hinrik Kepken (aðrar heimildir segja Kepkin, Kerkir, Kerken eða Refken) var hirðstjóri á Íslandi á 15. öld. Kristján 1. Danakonungur sendi hann til Íslands með ýmis erindisbréf árið 1470 og hefur þá líklega tekið við hirðstjórn, en Ólöf ríka og Þorleifur sonur hennar virðast hafa annast hirðstjórn eftir að Björn Þorleifsson var veginn í Rifi 1467.

Hinrik hafði áður komið til Íslands í erindum konungs á árunum 1463-1467. Hann var hirðmaður konungs, líklega bróðir Daníels Kepken van Nuland (d. 1465) frá Liége, kanslara konungs 1460-1464, sem verið hafði skrifari Marcellusar Skálholtsbiskups og var í tengslum við Björn Þorleifsson.

Hinrik er nefndur hirðstjóri í Krossreiðardómi 1471. Á Stafnesi 11. apríl 1473 gefur hann Ólafi Rögnvaldssyni biskupi kvittun fyrir afgjöldum af Skagafjarðarsýslu. Ekki er vitað hversu lengi hann var hirðstjóri en Diðrik Píning er nefndur sem hirðstjóri 1478 og Hinrik Daníel 1480.

Heimildir


Hirðstjóri
Hirðstjóri
(1470?)
(1470?)


The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Hinrik Kepken is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Hinrik Kepken
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes