peoplepill id: helga-sigurdardottir
HS
1 views today
2 views this week
Helga Sigurðardóttir

Helga Sigurðardóttir

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Helga Sigurdardóttir
Gender
Female
The details (from wikipedia)

Biography

Helga Sigurðardóttir (17. ágúst 1904 – 26. ágúst 1962) var skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Íslands og höfundur fjölda matreiðslubóka. Hún hafði mikil áhrif á mótun íslenskra matarhefða um miðja 20. öld.

Helga fæddist á Akureyri, dóttir Sigurðar Sigurðssonar, síðar búnaðarmálastjóra, og Þóru Sigurðardóttur. Föðursystir hennr var Jóninna Sigurðardóttir matreiðslubókarhöfundur. Hún ólst upp á Hólum í Hjaltadal, þar sem faðir hennar var skólastjóri Bændaskólans á Hólum. Árið 1922 fór hún til náms í húsmæðraskóla í Danmörku og síðan í húsmæðrakennaraskóla Birgitte Berg-Nielsen og lauk þaðan húsmæðakennaraprófi 1926. Helga fór þá heim og stundaði matreiðslu og kennslu næstu árin, lengst af við Austurbæjarskóla.

Helga gaf út fyrstu matreiðslubók sína, Bökun í heimahúsum, árið 1930 og næstu árin kom hver bókin af annarri, þar á meðal kennslubókin Lærið að matbúa. Helga innleiddi fjölda nýjunga í íslenskri matargerð, fylgdist vel með því sem var að gerast í nágrannalöndunum og hvatti húsmæður óspart til að nota meira af grænmeti og ávöxtum og bæta matarvenjur og næringu.

Árið 1942 var Húsmæðrakennaraskóli Íslands stofnaður, en fyrir því hafði Helga lengi barist, og varð hún fyrsti skólastjóri hans, gegndi því starfi allt til dauðadags og mótaði alla húsmæðrafræðslu í landinu næstu áratugina. Fimm árum síðar kom út bókin Matur og drykkur, yfirgripsmikil grunnbók sem varð helsta uppflettirit Íslendinga um matargerð og uppskriftir næstu áratugi.

Sumarið 2009 kom út 6. útgáfa bókar Helgu, Matur og drykkur, og er það ljósmynduð 3. útgáfa bókarinnar frá 1954, sem var síðasta útgáfan sem Helga gekk sjálf frá.

Helstu ritverk

Auk þeirra bóka sem hér eru taldar sendi Helga frá sér ýmsar minni bækur og bæklinga. Margar bóka hennar komu út í mörgum útgáfum og oft mikið breyttar, því að hún var stöðugt að endurskoða og bæta við.

  • Bökun í heimahúsum 1930
  • 150 jurtaréttir 1932
  • Kaldir réttir og smurt brauð 1933
  • Lærið að matbúa 1934
  • 160 fiskréttir 1939
  • Grænmeti og ber allt árið 1940
  • Heimilisalmanak 1942
  • Matur og drykkur 1947
  • Jólagóðgæti 1956
  • Hráir grænmetisréttir 1957
  • 93 ostaréttir 1961

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Helga Sigurðardóttir is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Helga Sigurðardóttir
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes