peoplepill id: hans-j-g-schierbeck
HJGS
1 views today
1 views this week
Hans J. G. Schierbeck
dokter

Hans J. G. Schierbeck

The basics

Quick Facts

The details (from wikipedia)

Biography

Hans Jacob George Schierbeck (24. febrúar 18477. september 1911) var danskur læknir sem starfaði í um áratug sem landlæknirá Íslandi.

Ævi og störf

Schierbeck fæddist í Óðinsvéum, sonur málmiðnaðarmanns þar í borg. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði árið 1876 og sótti síðar framhaldsmenntun í París og víðar.

Árið 1883 var Schierbeck settur landlæknir á Íslandi og gegndi þá jafnframt forstöðu Læknaskólans. Hann sagði sig frá embætti árið 1894 og flutti þá alfarinn frá Íslandi. Hann gerðist síðar stiftsyfirlæknir á Norður-Sjálandi.

Arfleið á Íslandi

Koma Schierbecks til Íslands 1883 hafði í för með sér ýmsar jákvæðar nýjungar í íslenskum heilbrigðisvísindum. Hann vakti athygli lækna á mikilvægi aukins hreinlætis, en talsvert hafði skort á í þeim efnum. Hann gerði sömuleiðis miklar rannsóknir á holdsveiki, sem var þrálátari sjúkdómur hér á landi en víðast hvar annars staðar í Evrópu.

Einna kunnastur er Schierbeck þó í Íslandi fyrir framlag sitt til garðyrkjumála. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður frá æskuárum og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtargarði við hús sitt í Reykjavík. Hann varð fyrsti formaður Hins íslenska garðyrkjufélags, sem stofnað var árið 1885. Starfsemi þess varð til þess að vekja athygli fjölmargra landsmanna á möguleikum garðyrkju.

Tenglar

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Hans J. G. Schierbeck is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Hans J. G. Schierbeck
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes