peoplepill id: gyrdir-ivarsson
1 views today
1 views this week
Gyrðir Ívarsson

Gyrðir Ívarsson

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Gyrdir Ívarsson
Gender
Male
The details (from wikipedia)

Biography

Gyrðir Ívarsson (d. um 1360) var norskur biskup í Skálholti 1349–1360. Hann var af Ágústínusarreglu, ábóti í Jónskirkju í Björgvin, og var vígður 1350 af Salómon Björgvinjarbiskupi því þá var erkibiskupslaust í Noregi eftir Svartadauða. Hann kom til landsins 1351. Næstu sumur vísiteraði hann Sunnlendingafjórðung og var bróðir Eysteinn Ásgrímsson stundum með honum. Þeir fóru báðir til Noregs 1355 og var þá biskupslaust í landinu en Gyrðir kom aftur árið eftir. Eysteinn kom 1357 og með honum Eyjólfur Brandsson kórsbróðir og voru þeir einhvers konar eftirlitsmenn erkibiskups. Eysteinn og Gyrðir áttu í hörðum deilum og varð með þeim fullur fjandskapur. Eysteinn orti níð um biskupinn, sem bannfærði hann á móti. Þeir sættust þó að fullu. Sumir segja að Eysteinn hafi ort Lilju í yfirbótarskyni fyrir níðið en þó er líklegt að kvæðið sé ort fyrr.

Gyrðir biskup sigldi til Noregs árið 1360 eða 1361 og fórst skipið í hafi og biskup með.


Skálholtsbiskup
Skálholtsbiskup
(1349 – 1360)
(1349 – 1360)


The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Gyrðir Ívarsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Gyrðir Ívarsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes