Gunnar Thorsteinsson
Quick Facts
Biography
Gunnar Thorsteinsson (1894 – 4. mars 1921) var íslenskur knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Ævi og störf
Gunnar var sonur athafnamannsins Péturs J. Thorsteinssonar og Ásthildar Guðmundsdóttur. Meðal systkina Gunnars voru Friðþjófur sem gegndi um tíma formennsku í Fram og Samúel, einn fremsti knattspyrnumaður Íslands. Þeir voru allir bræður listamannsins Guðmundar „Muggs“ Thorsteinssonar.
Í Danmörku lærði Gunnar verslunarstörf og bjó sig undir að feta í fótspor föður síns. Heilsubrestur kom í veg fyrir þau áform. Gunnar veiktist af spænsku veikinni og náði aldrei aftur fullri heilsu. Þau veikindi drógu hann að lokum til dauða árið 1921.
Þegar Gunnar lést var hann trúlofaður myndlistarkonunni Nínu Sæmundsson
Íþróttir
Gunnar fluttist til Reykjavíkur árið 1914 og gekk til liðs við Knattspyrnufélagið Fram. Hann var þegar gerður að fyrirliða og gegndi stöðu formanns félagsins 1914-15.
Friðþjófur Thorsteinsson, aðalmarkaskorari Framara, var nýfluttur til Skotlands þegar Gunnar gekk í raðir Framara. Gunnar tók við hlutverki bróður síns sem aðalmarkvarðahrellirinn í sigursælu Framliði.