peoplepill id: gudni-sigurdsson
GS
2 views today
2 views this week
Guðni Sigurðsson

Guðni Sigurðsson

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Gudni Sigurdsson
Gender
Male
Birth
Age
66 years
The details (from wikipedia)

Biography

Guðni Sigurðsson (1714 – 6. janúar 1780) var sýslumaður í Gullbringusýslu á 18. öld og var settur landfógeti frá því í ágúst 1749 þar til Skúli Magnússon tók við embættinu 1750.

Guðni var fæddur í Sandgerði, sonur Sigurðar Runólfssonar og Margrétar Andrésdóttur. Hann varð stúdent frá Skálholtsskóla 1733. Árið 1736 fór hann til náms við Kaupmannahafnarháskóla en var þar ekki nema árið og var settur sýslumaður í Gullbringusýslu haustið 1737. Alþingisskrifari varð hann 1743.

Árið 1749 setti Pingel amtmaður Kristján Drese landfógeta frá embætti vegna drykkjuskapar og óreiðu og setti Guðna 6. ágúst það ár til að gegna landfógetaembættinu til bráðabirgða. Hann er þó ekki talinn fyrsti íslenski landfógetinn þar sem hann var ekki skipaður í starfið og gegndi því aðeins þar til Skúli Magnússon tók við.

Hann sagði af sér sýslumannsembættinu í Gullbringusýslu snemma árs 1750 og fékk veitingu fyrir Kjósarsýslu en sagði henni af sér tveimur árum síðar þar sem hann hafði verið skyldaður til að setjast að í sýslunni en vildi ekki flytja frá jarðeignum sínum á Suðurnesjum. Eftir það var hann bóndi og smiður en hann smíðaði bæði hús og skip og þótti mikill hagleiksmaður.

Guðni bjó fyrst í Sandgerði með föður sínum, síðan á Stafnesi en frá 1752 í Kirkjuvogi í Höfnum, þar sem hann smíðaði meðal annars vandaða kirkju. Kona Guðna var Auðbjörg Kortsdóttir (d. 1766) og áttu þau þrjár dætur.

Heimildir

  • Guðni Sigurðsson (ritstj.): Iðnaðarmannatal Suðurnesja. Iðunn, 1984.
The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Guðni Sigurðsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Guðni Sigurðsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes