peoplepill id: erasmus-villadtsson
EV
1 views today
1 views this week
Erasmus Villadtsson

Erasmus Villadtsson

The basics

Quick Facts

Gender
Male
Death
The details (from wikipedia)

Biography

Erasmus Villadtsson (um 1520 – 1591), einnig nefndur Willardsson og Vilhjálmsson, var jóskur maður af þýskum ættum sem settist að á Íslandi, var fyrst skólameistari í Skálholti og síðan prestur, seinast á Breiðabólstað í Fljótshlíð.

Faðir Erasmusar er sagður hafa heitið Villadt Símonsson og verið fæddur í Þýskalandi en móðir hans Elsa Jensdóttir. Hálfbróðir hans, Kristján Villadtsson, settist einnig að á Íslandi. Erasmus mun hafa komið til Íslands 1561 og orðið skólameistari í Skálholti. Því embætti gegndi hann til 1564 en varð þá prestur í Görðum á Álftanesi. Ári síðar giftist hann fyrri konu sinni, Helgu dóttur Gísla Jónssonar biskups, og varð prestur í Odda. Árið 1576 fékk hann svo Breiðabólstað í Fljótshlíð og var þar prestur til dauðadags.

Hann var í röð helstu klerka, var officialis og gegndi biskupsstörfum frá því að Gísli Jónsson lést þar til Oddur Einarsson tók við. Seinni kona hans var Þórunn Þórólfsdóttir. Hann átti fjölda barna með konum sínum og er frá honum mikil ætt.

Erasmus var góður söngmaður og hefur því oft verið haldið fram að hann hafi fyrstur manna flutt tvísöng til Íslands en það stenst ekki því til er handrit með íslenskum tvísöng frá 1473, auk þess sem talað er um tvísöng í Lárentíusar sögu Kálfssonar.

Heimildir

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Erasmus Villadtsson is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Erasmus Villadtsson
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes