peoplepill id: brynhildur-thorgeirsdottir
Iceland
1 views today
1 views this week
Brynhildur Þorgeirsdóttir

Brynhildur Þorgeirsdóttir

The basics

Quick Facts

A.K.A.
Brynhildur Thorgeirsdóttir
Places
Work field
Gender
Female
Age
69 years
The details (from wikipedia)

Biography

Brynhildur Þorgeirsdóttir (fædd 1. maí 1955) er íslensk myndlistarkona.

Brynhildur fæddist á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og ólst þar upp en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún á fimm systkini, þar af þrjú tengjast myndlist með einhverjum hætti. Hún fór í Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík vegna áhrifa móður sinnar sem vildi að hún yrði kennari við teikningu og þaðan útskrifaðist hún 1978. Hún hefur stundað nám við margar virtar listastofnanir eins og Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam frá 1970 – 1980, Orrefors Glass School í Svíþjóð 1980 og California College of Arts and Crafts 1980 – 1982. Einnig hefur hún starfað sem kennari í Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Stíll Brynhildar tengist mikið skúlptúrum og braut hún blað í höggmyndarsögu Íslands með pönkuðum verkum sínum. Hún er þekkt fyrir að nota gadda mikið og hefur oft verið talin herská en segir sjálf „Ég er sveitastúlka. Þótt glerbroddar séu í myndunum eru þeir meinlausir eins og ég sjálf.“ Hún vinnur mikið með gler og sand og hannar ævintýranleg verk útfrá jarðbundnum hlutum eins og landslagi. Einn frægasti skúlptur hennar Landslagsmynd sem var gerður 1997 og stendur í Garðabæ „er dæmi um það hvernig hún notar iðnaðarefni til þess að bergmála náttúruleg form“. En verkið er sett saman til að kalla fram þrjú ákveðin náttúrufyrirbæri; klettavegg, fjallshrygg og fjallgarð. Verkið sjálft er gert úr steinsteypu, gleri og pottjárni.

Einnig hefur Brynhildur unnið með innsetningu en þá er átt við „sköpun verks sem áhorfandinn fer inn í. Í stað þess að standa fyrir framan málverk eða ganga kringum höggmynd gengur áhorfandinn inn í umhverfi þar sem líkami hans verður hluti af heildinni“. Árið 2005 gerði Brynhildur einn slíkan innsetning sem kallaðist Myndheimur en þar bjó hún til dularfullt frumlandslag um allt Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.

Brynhildur segir að það hafi aldrei þvælst neitt fyrir henni að vera kona en það er akkúrat það viðhorf sem sést í svo mörgum verkum hennar þar sem þau eru kvenleg en unnin útfrá mjög harðgerum, beittum efnum. Hún segir einnig að þegar kemur að kynlífshyggju verkanna er hellingur af „út og inn dæmum“ til dæmis kufungamyndirnar. Viðhorfið og lífstíllinn sem einkennir Brynhildi er mikil frumorka, sköpunargleði og sjálfstæði.

Heimildir

Tenglar

The contents of this page are sourced from Wikipedia article. The contents are available under the CC BY-SA 4.0 license.
Lists
Brynhildur Þorgeirsdóttir is in following lists
comments so far.
Comments
From our partners
Sponsored
Credits
References and sources
Brynhildur Þorgeirsdóttir
arrow-left arrow-right instagram whatsapp myspace quora soundcloud spotify tumblr vk website youtube pandora tunein iheart itunes